Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Qupperneq 14
12
að þeir stúdentar einir séu á skrá, sem við nám eru, þótt ekki sé
það einhlítt. Fyrir stúdentana sjálfa og Háskólann svo og fyrir
þjóðfélagið er það veigamikið, að stúdentaskrá hverju sinni sé
raunhæf. Er það t. d. grundvöllur undir ýmiskonar sókn stúdenta
og málafylgju fyrir réttarbótum þeim til handa, að treysta megi
stúdentaskrám hér við Háskólann. Könnun á atriði eins og van-
höldum í námi verður enn fremur auðveldari og raunsærri, ef
þessari forsendu er fullnægt. Við Félagsstofnun stúdenta binda
menn miklar vonir, og árétta ég hamingjuóskir mínar til stú-
denta með þessa nýju skipulagshætti og samgleðst stúdentum
sérstaklega með hið nýja barnaheimili, sem komið hefir verið
á fót.
Tilkoma Félagsstofnunar er dæmi þess, að stúdentar hljóti
aukinn afskiptarétt af þeim málum, er sérstaklega þykja varða
hagsmuni þeirra. Þróun mála í deildum hefir og stefnt að sama
marki, bæði með því, að ýmsar deildir hafa samþykkt ályktanir
um fasta þátttöku stúdenta í deildarfundum, og þá ekki síður
með námsnefndum, sem ráðið er að koma á fót í deildum. Þess-
ar nefndir munu yfirleitt verða skipaðar tveimur kennurum og
tveimur stúdentum, og hafa þær það verkefni að vera til ráðu-
neytis um ýmis mál, er varða kennsluhætti og námstilhögun.
Skapast þar ágætur vettvangur til umræðna og umbóta, og ætla
ég, að hér sé um mikilvægt nýmæli að ræða, sem þeir forsetar
guðfræðideildar og heimspekideildar hafa átt hugmynd að. Þátt-
taka stúdenta í ýmsum öðrum málefnum, þ. á m. í nefndastörf-
um á vegum háskólaráðs, fer nú mjög í vöxt, og stafar það m. a.
af hinni góðu reynslu, sem fengizt hefir af hluttöku stúdenta í
stjórnunarmálefnum skólans. Er mikilvægt að stúdentar leggi
fram sín sjónarmið í margvíslegum málum. Félagsleg reynsla
þeirra vex við þessa skipulagshætti, þeir fá tækifæri til að kynn-
ast þeim höfuðmálefnum, sem hverju sinni eru til meðferðar hjá
ýmsum stjórnunaraðiljum, og viðkynning þeirra og tengsl við
skólastjórn og kennara eykst. Stúdentar eru fulltíða menn, sem
eiga mikið undir því, hvernig til tekst í störfum skólans, og aukn-
ar málefnalegar umræður milli stúdenta og kennara um starfsemi
skólans eru vissulega veigamiklar.