Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 18
16
í efnafræði og tannlækningum, og horfir þar til vandræða. Liggur
mikið við, að lausn fáist á húsnæðismálum læknadeildar. Verður
þar til að koma samstillt átak ríkisstjórnarinnar og Háskólans,
enda er hér um geysimikla byggingaráætlun að ræða, sem happ-
drætti Háskólans einu sér er ofviða að leysa úr. Þá vil ég einnig
vekja athygli á því, að verkfræðideild þarf nauðsynlega á allmiklu
húsnæði að halda innan 2—3 ára. Aðsókn að deildinni fer mjög
vaxandi og er það að vonum, með því að sífellt fer þeim fjölgandi,
er ljúka stúdentsprófi stærðfræðideildar, og auk þess eykst mjög
starfssvið deildarinnar. Á deildin nú við mikla húsnæðiserfið-
leika að etja.
Háskólanefnd mun nú á þessum vetri leggja fram tillögur sín-
ar um byggingaráætlanir næstu ára og áratuga. Tel ég allar horf-
ur á, að þar verði um áætlun að ræða, sem kosta mun mörg
hundruð milljónir króna að koma í framkvæmd. Verður þar bæði
um að ræða áætlun, sem bundin sé við næstu 2—5 árin og svo
við tímabil, er ná lengra fram í tímann, allt til 1988. Fé happ-
drættisins hrekkur skammt til þess að standa undir þeim kostnaði
öllum. Forráðamenn Háskólans hafa lýst því fyrir stjórnvöldum
og íslenzkri þjóð árum saman, að íslenzka ríkið hljóti að taka
upp þá stefnu að veita stórfé til byggingarframkvæmda við Há-
skólann, svo sem er í grannlöndunum, og dugi ekki að vísa til
happdrættisfjár, svo mikilvæg sem sú tekjulind er þó fyrir Há-
skólann. Ég hefi sannfærzt um það með viðtölum við fjölda
manna úr mörgum þjóðfélagsstéttum, að íslenzk þjóð er við því
búin, að leggja mikið fé af mörkum til uppbyggingar Háskólans.
Ég el þá von, að þjóðin og fulltrúar hennar beri gæfu til að
fylgja eftir þeim tillögum, sem nú eru væntanlegar, því að ég hlýt
að segja það umbúðalaust, að Háskólanum er gersamlega um
megn að valda hlutverki sínu í kennslu og rannsóknum við þau
kröppu kjör, sem honum eru búin. Nú er hvatt til þess að sem
flestir Ijúki menntaskólanámi, og fagnar Háskólinn vissulega
þeirri þróun. En þessi þróun missir marks, ef ekki fást bærilegar
fjárveitingar til að halda uppi háskóla fyrir þann stóraukna
fjölda stúdenta, sem í vændum er. Sá hugsunarháttur er alltof
útbreiddur hér á landi, að háskóli sé einskonar yfirmenntaskóli.