Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 20
18
taka við henni að mínum dómi, nema við aukum til mikilla muna
starfssvið Háskólans og menntunarleiðir hér, því að ella yfir-
fyllast þær tiltölulega fáu greinir, sem hér er fengizt við. Það er
nauðsynlegt, að íslenzk þjóð og íslenzkt fjárveitingarvald geri sér
fulla grein fyrir þessu alvörumáli. Á næstunni stendur fjárveit-
ingarvald andspænis heildstæðum tillögum um eflingu Háskólans,
sem vonandi fela í sér nokkra mörkun á almennri vísindastefnu.
Að fyrra bragði ölum við Háskólans menn þá von, að vænta megi
jákvæðra undirtekta við þeim tillögum — ekki fyrst og fremst
vegna okkar sjálfra heldur vegna þjóðfélags okkar.
Eitt af meginverkefnum Háskólans nú er að skýra það enn
betur en orðið er fyrir íslenzkri þjóð, hvað við liggur, ef Háskól-
inn er ekki efldur til stórra muna frá því, sem nú er, þegar á
næstu árum. Vanmegnugur háskóli getur ekki valdið þeim miklu
verkefnum í kennslu og rannsóknum, sem íslenzkt þjóðfélag þarf
svo mjög á að halda og má sízt af öllu án vera. Reynslan hvar-
vetna erlendis leiðir í ljós, að öflugir háskólar eru bezta trygging
fyrir aukinni menningu og fyrir öruggri sókn þjóðfélags til bættra
lífskjara. Það er viðurkennd staðreynd, að heppilegasta f járfest-
ing þjóðar er í háskólum og vísindastofnunum — og þess vegna
hefir hafizt hin mikla vísindasókn í grannlöndum okkar. Þegar
þetta er haft í huga, þá er ekki viðhlítandi, hve litlum hluta af
þjóðartekjum Islendinga er varið til Háskólans. Það er beinlínis
háskaleg stefna. Hér hljóta að verða gagnger straumhvörf, og
ég er þess altrúa, að það sé vilji íslenzkrar þjóðar, að svo verði.
Ég vil bæta því við, að mér virðist Háskólinn þurfa að ná miklu
betur en nú er til þjóðarinnar, fólkið þarf að hafa það á vitund-
inni, að Háskólinn sé þjóðskóli, svo sem draumar beztu manna
þjóðarinnar stóðu til á 19. öld. Eitt virkasta ráðið til þess að svo
megi verða er að mínum dómi, að starfssvið skólans sé endur-
skoðað með það fyrir augum, að skólinn sinni miklu meir en nú
er kennslu og rannsóknum, er tengjast atvinnuvegum þjóðar-
innar bæði eins og þeir eru nú og leggi auk þess mikið af mörkum
til ýmiskonar atvinnulegra nýjunga. Háskólinn á að þjóna þjóð-
félagi sínu, og stuðla m. a. að því að létta lífsbaráttu fólksins og
auka hagvöxt. Ef við fáum fé til aukinnar starfsemi, þá getum