Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Qupperneq 21
19
við unnið stórvirki einnig á þessu sviði og ég eygi ekki fjárfest-
ingu, sem sé arðvænlegri fyrir íslenzka þjóð. Við verðum að vera
þess umkomnir hér við Háskólann að láta í té kennslu við hæfi
höfuðatvinnuveganna, landbúnaðar, sjávarútvegs og siglinga, iðn-
aðar ýmiskonar auk þjónustustarfa, sem verða æ aukinn þáttur
í þjóðlífinu. Hér þarf að fara fram víðtæk rannsókn og eins og
fyrr segir hefir fengizt veigamikill grundvöllur að auknu starfs-
sviði Háskólans út frá þessu sjónarmiði með störfum verkfræði-
deildar, svo sem þau eru nú. Það er eitt mesta lán íslenzkrar
þjóðar, hve tiltölulega miklum vísindalegum mannafla við eig-
um á að skipa. Við þurfum að búa auknum fjölda þessara
manna aðstöðu til aö vinna að vísindalegum verkefnum, og
áhrifaríkasta úrræðið í því efni er að efla Háskólann. Ef það
verður ekki gert, má m. a. óttast, að við missum marga ágæta
vísindamenn úr landi, og þann missi þolir íslenzk þjóð ekki.
„Því veldur vor fátækt, oss vantar að sjá,
hvað vísindin ynnu hér, þjóðleg og há“
svo kveður Einar skáld Benediktsson í Aldamótum. Þessi orð eru
jafn raunsönn í dag sem við aldahvörf. En mismunurinn er þó sá,
að fjárafli þjóðarinnar hefir aukizt — það er unnt að beina hon-
um i auknum mæli til vísindastofnana í stað ýmiskonar fjárfest-
ingar, sem orðið hefir þjóðinni til vafasams framdráttar. Einskis
er örvænt — skilningur íslenzkrar þjóðar og stjórnvalda hefir á
síðustu árum örvazt á gildi háskólamennta og vísindalegs starfs.
Þjóðfélagsleg þróun hefir flutt íslenzka þjóð inn i menntunar-
þjóðfélagið. Það, sem á vantar, er fullur skilningur á því, hvað
það kostar að halda uppi menntunarþjóðfélagi og sérstaklega að
þvi er tekur til Háskólans og vísindastofnana, svo að þær stofn-
anir starfi með þeirri reisn, að þjóðfélaginu sé sæmd að. Mér
segir svo hugur, að þetta skref verði stigið til fulls, þegar afstaða
verður tekin til tillagna háskólanefndar nú á næstunni. Sú bjart-
sýni byggist ekki sízt á hinni miklu góðvild í garð Háskólans, sem
hvarvetna verður vart með islenzkri þjóð.