Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 24
22
maí s.l., áttræður að aldri. Dr. Ásmundur var kennari við Há-
skólann um aldaríjórðungsskeið, frá 1929 til 1954, er hann tók
við biskupsdómi. Dr. Ásmundur var mikill lærdómsmaður,
frábærlega samvizkusamur starfsmaður, ágætur kennari og
eljumaður við störf og rannsóknir, og atkvæðamikill kirkju-
höfðingi. Ilann var vinsæll af nemendum sínum, sem voru hon-
um ávallt tryggir, enda stóð heimili hans opið nemendum, svo
að einstakt var. Eftir hann liggja mikil fræðirit og önnur rit-
verk, og mun starfa hans lengi sjá stað í Háskólanum og í þjóð-
kirkjunni. Sæmd Háskólans og vegur var honum ávallt hugleikið,
og hann fylgdist náið með störfum Háskólans fram til hinztu
stundar. Háskólinn blessar minningu hins mikilhæfa prófessors
og virta kirkjuhöfðingja og þakkar ómetanleg störf í þágu Há-
skólans.
II.
Á umliðnu háskólaári hafa ekki orðið mikil skipti á kennur-
um umfram það, sem lýst var á háskólahátíð í október.
Hinn 15. nóv. s.l. var örn Bjartmars Pétursson settur prófessor
í sérgrein sinni í tannsmíði, brúar- og krónugerð. Prófessor örn
hefir kennt síðan 1961 við Háskólann og leyst af hendi mikil-
væga kennslu. Þá hefir nýr lektor í norsku verið skipaður, Hró-
bjartur Einarsson, cand. mag., og er hann fyrsti íslendingurinn,
sem velst í sendikennarastarf hér við Háskólann, að því er mér
er kunnugt. Býð ég hann velkominn til starfa.
Fjögur prófessorsembætti og eitt dósentsstarf hafa verið aug-
lýst laus til umsóknar. Starfa dómnefndir út af þeim flestum, en
þegar hefir verið gerð tillaga um veitingu eins þeirra.
III.
Háskólalögin nýju, sem staðfest voru 12. maí s.l., munu vafa-
laust þykja markverðust og helzt umtalsverð þegar skýra skal
frá starfsemi Háskólans s.l. háskólaár. „Habent sua fata libelli"
og sumpart á það við um hin nýju lög og aðdraganda að setningu
þeirra. Drög til þessa frumvarps samdi ég sumarið 1967, og var