Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 25
23
þá einkum höfð í huga nýskipan á yfirstjórn Háskólans, og alveg
sérstaklega sú hugmynd, er ég hefi sett fram fyrir allmörgum
ámm, að embætti rektors yrði skipt í tvennt, þannig að annars
vegar kæmi háskólaforstjóri, sem starfaði að fjármálum, bygg-
ingarmálum og ýmsum öðrum framkvæmdum, en hins vegar
rektor, sem gæti einbeitt sér að hugmyndum um uppbyggingu
Háskólans og að ýmsum þeim málum, er varða rannsóknir og
kennslu, auk þess sem hann yrði æðsti fulltrúi Háskólans og mál-
svari gagnvart mönnum og stofnunum út á við. I drögum mínum
var að öðru leyti vikið að ýmsum breytingum, sem reynslan hafði
leitt í ljós, að tímabærar væru, svo sem um nýskipan á flokkun
kennara, svo og að ýmsum ákvæðum, er skýra þurfti eða brýnt
var að hafa fyllri en var í eldri lögunum. Umræður um þetta mál
tóku langan tíma, svo sem títt er, og verulegur skriður komst
ekki á málið hjá nefnd, sem háskólaráð skipaði, fyrr en nú í
haust, og ollu því ófyrirsjáanleg atvik. Stúdentaráð Háskólans
setti þá fram sérstakar óskir um fyllri þátttöku stúdenta í há-
skólaráði og deildarfundum, og var enn fremur óskað eftir því,
að stúdentar ættu aðild að rektorskjöri. Rétt er að geta þess, að
áður en óskir stúdenta bárust háskólaráði, ákvað háskólaráð að
beita sér fyrir merkri nýjung í háskólastarfinu, með því að í
hverri deild yrðu kosnar námsnefndir, skipaðar jafnmörgum full-
trúum stúdenta og kennara, er hafa skyldu það hlutverk að ræða
um bætta kennsluskipan og kennsluhætti og bætta aðbúð að
stúdentum og kennurum, um samstarf kennara og stúdenta og
yfirleitt þau mál, er varða kennslu og nám. Eru þetta ráðgjafar-
nefndir fyrir deildirnar. Með þeim skapast ágætur vettvangur til
viðræðna milli stúdenta og kennara og þar fæst kjörið tækifæri til
að setja fram nýjar hugmyndir um bætt vinnubrögð. Er veiga-
mikið fyrir báða aðilja að kynnast skoðunum hvers annars á
þessum málum. Hafa nefndirnar þegar farið vel af stað, og er
ég þess fullviss, að þetta nýmæli á eftir að reynast vel hér í
Háskólanum.
Með háskólalögunum nýju er fyrst og fremst að því stefnt að
treysta stjórnun Háskólans. Samkvæmt lögunum er háskólarit-
ari að vísu áfram nefndur því starfsheiti, en starfi hans á að