Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Qupperneq 27
25
um um rannsóknarstofnanir og tengsl þeirra við deildir o. fl.
Rannsóknarstofnanir hafa náð góðri fótfestu við Háskólann og
vonandi fer þeim stórfjölgandi á næstu árum. Æ meir mun sækja
í það horf, að saman tengist rannsóknir og kennsla, og að kennsl-
an fari fram í stofnunum, sem fjalla um rannsóknir, og stúdent-
arnir verði hluttakendur í rannsóknarstarfinu. Hver kennari hér
við Háskólann er rannsóknarmaður, og hvílir á honum rann-
sóknarskylda. Greinir það atriði ekki sízt að háskóla og aðra
skóla og veldur því jafnframt, að háskóli er allt annars konar
stofnun en aðrir skólar i landinu. Með þessum orðum, sem ég
ætla, að samkennarar mínir fallist á, erum við ekki að hreykja
okkur, heldur er hér aðeins verið að benda á eðli þessa máls —
og ég bæti því við, að vegna þessara rannsóknarskyldna fellir
hver maður, sem gerist háskólakennari, á sig mikla kvöð og tekst
á hendur mikla ábyrgð — svo mikla, að mörgum okkar finnst við
kikna undir henni, ekki sizt eins og að okkur er búið um rann-
sóknarkosti. Stefnumið Háskólans í rannsóknarmálunum eru
skýr. Sú háskólakennsla, sem ekki hefir viðunandi rannsóknar-
aðstöðu að bakhjalli, er ekki viðhlítandi. Enn fremur teljum við,
að undirstöðurannsóknir eigi að lúta yfirstjórn Háskólans og að
þær rannsóknir, sem nú eru stundaðar ntan Háskólans af því
tagi, eigi betur heima við Háskólann. Enn er það bjargföst sann-
færing okkar margra hér við Háskólann, að ýmiss hluti hinna
svonefndu hagnýtu rannsókna eigi einnig að vera í nánum tengsl-
um við Háskólann, og var þessu afdráttarlaust lýst af hálfu há-
skólaráðs, er frumvarp til laga um rannsóknarstofnanir í þágu
atvinnuveganna var sent til umsagnar. Allt bíður það endur-
virðingar. Ég vil sérstaklega leyfa mér að benda á enn einu sinni,
að mér hefir verið það keppikefli, að Náttúrufræðistofnunin
tengdist Háskólanum, og vona ég, að því samvinnumáli verði til
lykta ráðið í náinni framtíð. Þá fagna ég því, að vonir standa
til þess, að stöður jarðfræðinga í iðnaðardeild muni nú flytjast
í jarðvísindastofu Raunvísindastofnunar Háskólans.
Ekki eru tök á því hér að ræða háskólalögin miklu gerr og
nýmæli þeirra. Ég vek þó athygli á þvi, að flokkun kennara verð-
ur á aðra lund eftir lögunum en áður var. Er fenginn lagagrund-