Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 28
26
völlui’ fyrir lektorsstörfum með launakjörum 23. launaflokks,
sem eru fastir starfsmenn ráðnir til kennslustarfa, og auk þeirra
eru svo lögmælt embætti dósenta, sem koma á milli lektora og
prófessora. Er mikil framför að hinum föstu lektorsstörfum og
vafalaust verður það einnig að störfum dósenta. Nýr flokkur
kennara eru aðjúnktar, sem koma nokkurn veginn í stað lektor-
anna eldri eftir núverandi skipulagi. Af öðrum ákvæðum í nýju
lögunum bendi ég á, að rektor getur nú óskað þess, að verða
leystur með öllu undan kennsluskyldu, og er ekki vanþörf á slíku
ákvæði. Þá eru ný ákvæði um árlega skrásetningu stúdenta. Var
henni komið á s.l. haust, en við sérákvæði í háskólalögum um
það efni var þó ekki að styðjast. Stuðlar skrásetningin vafa-
laust að því, að stúdentaskrár verði áreiðanlegri en verið hefir.
Samkvæmt háskólalögunum nýju er heimilt að halda próf utan
kennsluársins, og yrði t. d. nú í haust lítt gerlegt að koma við
þeim umfangsmiklu prófum, sem þá eru áformuð, án sliks
ákvæðis. Ýmisleg framkvæmdaratriði eru gerð einfaldari og skýr-
ari með hinum nýju lögum og gleggri ákvæði eru sett um sitt-
hvað, er varðar tímalengd i námi, inntöku nýrra nemenda í
deildir o. fl. Ég flyt menntamálaráðherra og stai’fsmönnum
Menntamálai’áðuneytisins þakkir fyrir ánægjulegt samstarf vegna
lagafrumvarpsins og iiáttvirtu Alþingi fyrir stuðning við það.
Er það von mín, að Háskólanum verði góður styrkur að hinum
nýju lögum. Háskólinn er um margt önnur stofnun en 1957, er
háskólalögin voru sett, og hin nýju lög eru tilraun til að aðhæfa
Háskólann nýjum aðstæðum og gera hann samstæðari stofnun
og samstilla kröftum til uppbyggingarstarfsins. Kennarar og
stúdentar eiga að flestu leyti samleið — stefnumið þeirra er að
efla háskóla á sviði kennslu og rannsókna. Háskólarnir eru nú á
afli mikilla og djarfra hugmynda, sem að sumu leyti minna á
löngu horfnar aldir, þegar háskólarnir voru samfélag stúdenta
og meistara þeirra. Er vandséð, hvert þróunin muni stefna, en
þessi þróun er næsta forvitnileg. Margt er lífvænt og athyglisvert
í þeim hugmyndum, sem nú eru uppi, en annað óskýrt og orkar
tvímælis. Miklu skiptir, að Háskóli Islands sé næmur fyrir nýjum
hugmyndum. Þjóðfélag okkar hefir gagnbreytzt og mikilvægt