Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 29
27
er, að Háskólinn samlagist breyttu þjóðfélagi — og meira en
það — að Háskólinn stuðli fyrir sitt leyti að mótun þess fram-
tíðarþjóðfélags, sem er svo mjög í deiglunni.
IV.
Þessa háskólaárs, sem nú er um það bil að Ijúka, mun enn verða
minnzt síðar, m. a. fyrir það, að þá hófst samfelld kennsla í nátt-
úrufræði til B.A.-prófa. Hefir mér verið mikil ánægja að vinna að
því máli. Aðsóknin að náminu var mikil þegar á fyrsta ári og
einstaklega áhugasamir kennarar hafa valizt að deildinni. Á því
er höfuðþörf að efla þessa kennslu til mikilla muna, bæði vegna
hins mikla gildis hennar í sjálfu sér fyrir íslenzkt þjóðfélag og
svo vegna hins, að hún veitir svigrúm til að hef ja kennslu a. m. k.
til fyrrahlutaprófs í ýmsum öðrum greinum, svo sem í landbún-
aðarvísindum, fiskifræði, matvælafræðum ýmsum o. m. fl. Svo
sem áður hefir verið greint hér í ræðum, verður unnið að því á
næstunni að afla B.A.-prófi héðan í náttúrufræði viðurkenningar
erlendis, og hefir sú viðurkenning raunar fengizt í því eina tilviki,
sem á hefir reynt. Kennslan þarf bæði aukins starfsliðs, svo sem
fvrirfram var gerð grein fyrir, og aukins húsnæðis nú þegar, en
haustið 1970 standa vonir til þess, að húsnæði Atvinnudeildar-
byggingar fáist allt fyrir þessa kennslu. Lífsnauðsyn er fyrirþessa
kennslu, að Náttúrufræðistofnunin tengist Háskólanum, og var
vikið að því hér áður frá sjónarmiði rannsóknanna. Þegar ég læt
af rektorsembætti, er það ein þeirra óska, sem mér er efst í huga,
að vel verði gert til náttúrufræðikennslunnar og rannsóknar-
stöðva vegna hennar. Það er vissulega meðal stórmála Háskólans.
V.
Á háskólaárinu hefir enn fremur verið unnið mikið starf við
athugun á tengslum háskólabókasafnsins og Landsbókasafnsins.
Hefir háskólaráð markað þá stefnu fyrir sitt leyti, að náin sam-
vinna verði milli þessara tveggja safna. Háskólabókasafn flytjist
i þjóðbókasafnsbygginguna og lúti yfirstjórn Iandsbókavarðar,