Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 31
29
í félagsfræði, félagsráðgjöf og félagssýslu voru settar fram við
ráðuneytið í marz 1968. Enn el ég þá von, að sú kennsla geti hafizt
með nokkrum hætti annaðhvort í haust eða 1970. Deildirnar hafa
sett fram ýmsar hugmyndir m. a. í tillögum sínum til háskóla-
nefndar um aukið starfslið. Þ. á m. má geta tillagna um aukna
verkfræðimenntun, bæði um nýjar greinar, svo sem efnaverk-
fræði, og svo síðarahlutamenntun í verkfræðigreinum, sem nú
eru kenndar til fyrrahluta. Verkfræðingafélagið hefir einnig fjall-
að mjög um þetta mál. Heimspekideild hefur enn fremur sett
fram ýmsar hugmyndir, þ. á m. um kennslu til æðri menntastiga,
cand. mag. og meistarastigs í þeim gi-einum nokkrum, sem nú
eru aðeins kenndar til B.A.-prófs. Enn fremur hefir deildin lagt
til, að ýmsar nýjar greinir verði kenndar, sumpart í tengslum við
greinir, sem nú er fengizt við, svo sem heimspeki og heimspeki-
saga, almenn bókmenntasaga, trúarbragðasaga, tónlistarsaga,
fornleifafræði, þjóðháttafræði o. fl. Sérstakar viðræður hafa
farið fram við sérfræðinga um það, hver tök eru á að koma upp
kennslu í greinum, er varða matvælaiðnað, er leiði til B.A.-prófs.
Sýnilegt er, að treysta þarf ýmsar undirstöður hér í Háskólan-
um, áður en til þeirrar kennslu er stofnað, bæði efnafræði-
kennslu, efnaverkfræði og líffræði. Er mikilvægt, að stefnt verði
að því að koma við kennslu í þessum greinum hjá þjóð, sem öðru
fremur framleiðir matvæli, og ber að haga uppbyggingu þeirra
greina, sem nefndar voru o. fl., með það stefnumið í huga, að
þær geti lagt grundvöll að háskólakennslu í matvælafræðum. Fé-
lagsfræðikennslan, sem fyrr var greind, er m. a. mikilvæg í því
skyni að skapa aukna breidd í félagsvísindum hér við Háskólann.
Þar styður hver grein aðra. Nú eru hafnar umræður um kennslu
í opinberri stjórnsýslu, sem er sameiginlegt áhugamál laga-
deildar og viðskiptadeildar og raunar einnig verkfræðideildar,
og kennsla í stjórnvísindum ætti þá einnig að fylgja þar í kjöl-
farið. Að sínu leyti þarf svo að fara fram athugun á menntun
manna á háskólastigi í þarfir heilsugæzlu, m. a. til rannsókna-
starfa, stjórnsýslu, sérhæfðra hjúkrunarstarfa o. fl. Þá verður
stofnað til athugunar á því, hvort rétt þyki að flytja kennslu
fyrir iöggilta endurskoðendur inn í Háskólann. Brýnt er einn-