Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Qupperneq 33
31
ar séu þeirrar skoðunar, að menntunarleiðirnar eftir skyldu-
fræðslu eigi að vera sem víðtækastar og að vel beri að búa að
sérskólum, er mennti fólk til ýmissa þjóðfélagsstarfa án þess að
það leiti fræðslu á menntaskólastiginu. Það er ekki til heilla i
þjóðfélagi, að ofvöxtur hlaupi í eina menntunarleið, svo sem
menntaskólana. Þjóðfélagið er ofið úr fjölþættu mynztri, burðar-
ásar þess eru margir. Hitt er það, að þjóðfélagið þarfnast í sí-
auknum mæli vel menntaðs fólks, og aukin menntun og bættir
kostir til rannsókna eru öðru fremur likleg til að efla orku þjóð-
félagsins og afl til framleiðslu, hagvaxtar og menningarlegs
átaks.
Vegna eftirspurnar eftir háskólamenntun og vegna þjóðfélags-
þarfa ber brýna nauðsyn til þess, að menntunarleiðir hér við
Háskólann verði stórauknar, en að öðrum kosti verði stúdent-
um gert kleift að sækja háskólamenntun til annarra landa með
auknu þjóðfélagslegu liðsinni við þá. Þessa valkosti verður að
virða í hverju einstöku tilviki, og það er alls ekki alltaf, að rétt
sé að leysa vandann með því að stofna til kennslu hér við Há-
skólann. 1 sumum greinum hagar t. d. svo til, að eftirspurn eftir
háskólamenntun í grein er nánast fullnægt, þegar tiltölulega
mjög fáir menn hafa hlotið menntun í greininni. 1 öðrum tilvik-
um er ekki kostur á tækjum eða mannafla til að halda uppi há-
skólakennslu í grein, svo að forsvaranlegt sé, eða kennsla verður
svo dýr, að ætla verður, að okkur sé ofviða að stofna til hennar.
En það þolir enga bið að taka heildstætt afstöðu til þessara miklu
vandamála, og verða háskóladeildir, háskólaráð og háskólanefnd
að taka vel á næstu mánuðina. Allt kemur þó fyrir ekki, nema
íslenzkt ríkisvald leggi stóraukið fé til Háskólans þegar á þessu
ári og á hinum næstu á grundvelli framkvæmdaáætlana um
skipulega uppbyggingu Háskólans. Happdrættisféð er vitaskuld
aðeins lítið brot af því fjárfestingarfé, sem Háskólanum er lífs-
nauðsyn á, ef hann á ekki að verða áfram tiltölulega vanmegnug
kennslustofnun, afllítill til átaka á rannsóknarvettvangi og með
kennslusvið, sem er miklu þrengra en sæmilegt má telja. Fram á
þetta hefi ég reynt að sýna ár eftir ár án þess að það hafi hlot-
ið þann hljómgrunn, sem ég ól von um. Fyrir fjárveitingarvaldið