Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 37
35
VIII.
Á s.l. ári hélt ég fundi með öllum deildum Háskólans, þar sem
rætt var um ýmislegt, er varðar starfsemi deildanna og horfur
í framtíð. Voru þessir fundir gagnlegir, og er ég þakklátur deild-
unum fyrir þá, svo og tillögur þeirra til háskólanefndar um aukið
starfslið og starfssvið. Þá voru haldnir hér óvenjulega margir al-
mennir fundir með kennurum, bæði að frumkvæði mínu og há-
skólakennara sjálfra. Tel ég það vera markverða þætti í starf-
semi s.l. háskólaárs, sem full ástæða er til að halda áfram og
auka. Við Háskólans menn erum allir ábyrgir fyrir gengi og
framtið Iláskólans, og sú skoðun er hér alltof rótgróin, að rektor
og háskólaráð eigi að ráða til lykta öllum vanda og hugmyndir
eigi að koma frá þeim. Á þessu er að verða breyting og er það
góðu heilli. Okkur hér á landi er brýn þörf á alhliða umræðum
um háskóla- og vísindapólitík, og væri vel, ef unnt væri að skipu-
leggja ráðstefnur um þau mál, svo og að stofna til blaðs eða rits,
sem væri vettvangur fyrir slíkar umræður. Ráðstefnur um vís-
indaleg efni þurfa einnig að færast í aukana, og fagna ég mjög
þeirri ráðstefnu, er Vísindafélag Islendinga beitti sér fyrir s.l.
vetur, svo og ráðstefnu um hafís. I sumar verður haldin hér á
landi fjölþjóðleg ráðstefna um málvísindi undir forystu prófess-
ors Hreins Benediktssonar. 1 haust verður haldið semínar um
vest-norræna réttarsögu að frumkvæði norskra og íslenzkra laga-
nema. Allt er þetta góðra gjalda vert og vísar veginn um það,
sem koma skal.
Ég get þess, að stjórn sjóðsins Norðmannsgjafar hefir úthlutað
Vísindafélagi Islendinga 200.000 krónum til útgáfu á fyrirlestr-
um og umræðum á ráðstefnu málvisindamanna og 200.000 krón-
um til Sögufélagsins til liðsinnis við það um útgáfu á dómum
Landsyfirréttarins og Hæstaréttar Danmerkur í íslenzkum mál-
um. — Þá vil ég geta með þökk stórgjafar, er Reiknistofnun Há-
skólans hefir borizt frá IBM-fyrirtækinu bandaríska um hendur
Ottós Michelsens, forstjóra. Er það stórvirkt tæki til prentunar
gagna, og er verðmæti gjafarinnar um 4 milljónir króna.