Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 38
36
IX.
Við lok þessa háskólaárs og upphaf hins næsta eru skýr tíma-
mót í sögu Háskólans, þegar skipti verða á rektor og nokkur um-
skipti verða á skipan háskólaráðs. Kynslóðir koma og fara, en
stofnunin blífur, og reynslusjóður kynslóða er einnig nokkurs
virði. Háskólinn er ung stofnun, en þó svo gömul, að hér ætti að
finnast miklu öflugri byggingar og mannvirki en raun ber vitni.
Það er einlæg von mín, að nú taki við tímar, sem verða feng-
sælir fyrir Háskólann — að sú bylting, sem ég leyfi mér að kalla
svo, um aðbúnað að háskólum hvarvetna í Vestur-Evrópu sé
skammt undan einnig hér á landi. Hún er conditio sine qua non
fyrir þvi að Háskóli íslands valdi hinum mikilvægu verkefnum
sínum á vettvangi vísindalegrar fræðslu og rannsókna, sem hon-
um er ætlað að axla.
Við lok háskólaárs þakka ég ánægjulegt samstarf við sam-
kennara mína og háskólaráð og samstarfsmenn á skrifstofu og
við stúdenta alla, svo og við menntamálaráðherra og starfsmenn
menntamálaráðuneytisins.
Að lokinni ræðu rektors lék blásarakvintett Tónlistarskólans.
Síðan flutti dr. Kristján Eldjárn, forseti íslands, ávarp af hálfu
25 ára kandídata og afhenti peningagjöf frá þeim. Kandídatar í
guðfræði, sem eiga kandídatsafmæli þetta ár, gáfu Háskólanum
einnig gjöf. Orð fyrir þeim hafði Matthías Frímannsson, cand.
theol. Rektor þakkaði góðar gjafir og mikilsmetnar árnaðaróskir
og gat þess, að þetta væri í fyrsta skipti, sem 25 ára kandídatar
færðu Háskólanum gjöf og sæktu kandídatahátíð.
Síðan ávarpaði rektor kandídata, og deildarforsetar afhentu
þeim prófskírteini. Af hálfu kandídata flutti Barði Þórhallsson,
cand. jur., ávarp.
Við kandídatahátið 8. febrúar 1969 hafði Guðmundur Óskar
Ólafsson, cand. theoi., orð fyrir kandídötum.