Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 39
37
IV. ANNÁLL HÁSKÓLANS
Skipnu háskólaráðs.
Sjá stjórn Háskólans, bls. 3.
Embætti og kennarar.
Prófessor Guðna Jónssyni var veitt lausn frá prófessors-
embætti í sögu frá 1. okt. 1968 að telja vegna veikinda. Frá
sama tíma var prófessor Magnúsi Mávi Lárussyni veitt emb-
ættið, og var honum jafnframt frá sama tíma veitt lausn frá pró-
fessorsembætti sínu í guðfræðideild. Hann var eini umsækjandi
um embættið. Þar sem dómnefnd samkv. 16. gr. háskólareglu-
gerðar hafði áður metið prófessor Magnús Má hæfan til að gegna
prófessorsembætti í sögu íslands og með því að hann var eini um-
sækjandi, var talið af Háskólans hálfu, að ekki væri þörf á að
skipa dómnefnd.
Sú skipan var gerð á kennslu í guðfræðideild, að Jóni Svein-
björnssyni, lektor, var falið að kenna inngangsfræði Nýja testa-
mentisins, en prófessor Magnús Már Lárusson heimilaði stúd-
entum í guðfræðideild að sækja fyrirlestra hans í kirkjusögu
Islands í heimspekideild.
Örn B. Pétursson, tannlæknir, var settur prófessor í tann-
smíði, brúar- og krónugerð frá 15. nóv. 1968 að telja.
Prófessor Theódór B. Líndal var veitt lausn frá embætti
frá 1. sept. 1969 að telja. Umsækjendur um embætti þetta
voru þeir Gaukur Jörundsson, lektor, og Sigurður Gizurarson,
fulltrúi. Dómnefnd skipuðu próf. Þór Vilhjálmsson, er laga-
deild tilnefndi, formaður, próf. Ólafur Jóhannesson, tilnefndur
af háskólaráði, og dr. Þórður Eyjólfsson, er menntamálaráð-
herra skipaði. Embættið var veitt Gauki Jörundssyni hinn 26.
júlí frá 1. sept. 1969 að telja.
Prófessor Ármanni Snævarr, háskólarektor, var veitt lausn
frá kennsluskyldu háskólaárið 1969—1970.
Prófessorsembætti í guðfræðideild, er varð laust, þegar pró-