Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 40
38
fessor Magnúsi Mávi Lárussyni var veitt prófessorsembætti i
sögu í heimspekideild, var veitt dr. Birni Björnssyni frá 1. júli
1969. Umsækjendur auk hans voru séra Jón Hnefill Aðalsteins-
son fil. lic. og séra Jónas Gíslason. 1 dómnefnd áttu sæti pró-
fessor Þórir Kr. Þórðarson, er guðfræðideild tilnefndi, og var
hann formaður, séra Ingólfur Ástmarsson, er menntamála-
ráðherra nefndi til, og prófessor Magnús Már Lárusson, er
háskólaráð tilnefndi.
Jón Sveinbjörnsson, lektor, var skipaður dósent í guðfræði-
deild frá 1. janúar 1969 að telja.
Iirafnkell Helgason, yfirlæknir á Vífilsstöðum, var ráðinn
lektor í lyflæknisfræði með sérstöku tilliti til lungnasjúkdóma
frá 1. janúar 1969, en starfi þessu gegndi áður Helgi yfir-
læknir Ingvarsson.
Sendikennarar.
Sænski sendikennarinn, fil. mag. Sven Magnus Orrsjö, hefir
látið af starfi, en við tekur fil. kand. Ingrid Westin.
Dóscnt í alniennri Itóknicnnlasögu.
Háskólaráð féllst hinn 26. sept. 1968 á ósk heimspekideild-
ar um, að stofnað yrði til dósentsstarfs í almennri bókmennta-
sögu.
Iláskólahatíð og athafnir til hrautskráningar kandídala.
I-Iáskólahátíð fór fram að venju fyrsta vetrardag.
Athafnir til brautskráningar kandídata fóru fram 8. febrúar
1969 í kennarastofu og 14. júní s. á. í hátíðasal.
Árleg skráning stúdenta.
Fyrsta árlega skrásetningin fór fram í október 1968, og náði
hún til allra stúdenta, nema þeirra, er skráðu sig frumskrán-
ingu sumarið 1968. Við skrásetninguna voru stúdentum afhent
stúdentaskírteini, sem þeim ber að láta endurnýja við árlega
skráningu haust hvert, meðan þeir eru í skólanum. Alls voru
skráðir í Háskólann 1314 stúdentar, þar af 470 á 1. námsári.