Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 42
40
höfðu mótazt í febrúar. Félag háskólakennara setti og fram
álit um viss atriði málsins, svo og Bandalag háskólamanna.
Var málið síðan afgreitt frá háskólaráði 13. marz 1969,
en einu atriði var þó breytt á fundi 15. marz að tillögu eins
deildarforsetans. Samstarf við Stúdentaráð Háskólans var
margháttað út af þessu máli og ánægjulegt. Með þeirri niður-
stöðu, er fékkst á tilmælum stúdenta, var gengið verulega til
móts við óskir þeirra, þótt ekki væri fallizt á þær til fulln-
ustu. Lýsti Stúdentaráðið því í bréfi til menntamálaráðherra,
að ekki væri óskað breytinga á frumvarpinu, þegar það hafði
verið flutt á Alþingi. 1 ræðu rektors 14. júní 1969, sem prentuð
er hér að framan, er gerð grein fyrir veigamestu nýmælum
hinna nýju laga, en að öðru leyti vísast til greinargerðar með
frumvarpinu.
Lögin, sem eru nr. 22, 12. maí 1969, eru prentuð í XV. kafla
hér að aftan.
Rektorskjör.
Hinn 14. maí 1969 fór fram rektorskjör, samkv. hinum nýju
háskólalögum. Fráfarandi rektor skoraðist undan endurkjöri.
Rektor var kjörinn prófessor Magnús Már Lárusson frá 15. sept.
1969 að telja til jafnlengdar 1972.
Doktorspróf.
Hinn 15. júní 1969 varði cand. philol. Ivar Orgland, lektor,
ritgerð sína Stefán frá Hvítadal og Noreg fyrir doktorsnafnbót
í heimspeki. Dómnefnd skipuðu prófessorarnir Bjarni Guðna-
son, Johs. Dale og Steingrímur J. Þorsteinsson. Hinir tveir síð-
astnefndu voru andmælendur.
Alþjóðleg ráðstefna málvísimlamanna
var haldin í Háskólanum 6.—11. júlí 1969 að frumkvæði
próf. Hreins Benediktssonar. Skipaði rektor framkvæmdanefnd,
er í áttu sæti prófessorarnir Hreinn Benediktsson, formaður,
Halldór Halldórsson og I. J. Kirby og lektorarnir Baldur Jóns-
son og Helgi Guðmundsson.