Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 45
43
Raiinsóknarslofnanir Iláskólans.
Á fundi háskólaráðs 14. ágúst 1969 var eftirfarandi tillaga
rektors samþykkt:
„Háskólaráð ályktar að kjósa 6 manna nefnd til að fjalla um
það, hvernig tengslum Háskólans og rannsóknastofnana hans
verði bezt hagað, þ. á m. um stjórnun stofnana, svo og um
stöðu visindalegra starfsmanna, þ. á m. stai’fsheiti, rannsóknar-
aðstöðu og rannsóknar- og kennsluskyldu. Þess er óskað, að
nefndin skili álitsgerð og tillögum til háskólaráðs um þessi
efni og styðjist við gögn erlendis frá eftir því sem tök eru á.“
I nefnd samkv. þessari ályktun voru kjörnir: Próf. Gaukur
Jörundsson, formaður, próf. Halldór Halldórsson, próf. Ólafur
Bjarnason, próf. Magnús Magnússon, dr. Guðmundur Eggerts-
son og dr. Halldór Elíasson.
Jarðfræðii'aiiiisókiiir við ItaiinvísiiHlastofnuii Iláskólans.
Með bréfi Menntamálaráðuneytis 18. marz 1969 var sent til
umsagnar bréf Raunvísindastofnunar Háskólans, þar sem á það
var fallizt, að rannsóknarstarfsemi sú í jarðfræði, sem fram
að síðustu áramótum fór fram á vegum Rannsóknarstofu iðn-
aðarins, verði tengd jarðvísindastofu Raunvísindastofnunar Há-
skólans. Háskólaráð féllst á fundi 31. marz 1969 í megindrátt-
um á tillögu Raunvísindastofnunar, en taldi þó m. a. að auglýsa
ætti til umsóknar störf, sem ætlunin er að tengja við Raunvís-
indastofnun.
Erindi Félags liáskólakciiiiara
iim raniisókiiarkostnað kennaracnibætla
og að rannsóknarstöður á rannsóknarstofnunum í tengslum
við Háskólann verði að jafnaði kennaraembætti við Háskól-
ann var vísað til háskólanefndar á fundi háskólaráðs 4. sept.
1969.
Háskólaforlag og útgáfa vísindarita á vegum Háskólans.
Málið var rætt á grundvelli greinargerðar rektors, og á fundi
14. ágúst 1969 var eftirfarandi ályktun gerð: