Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 46
44
„Háskólaráð telur brýna þörf á að koma á fót háskólaforlagi
og felur 6 manna nefnd að kanna rekstrarfræðilegan grund-
völl að slíku forlagi og setja fram hugmyndir um fjármögnun
slíkrar starfsemi. Miðað sé við það, að háskólaforlag sjái um
útgáfu kennslubóka og kennslugagna, svo og útgáfu vísindarita.
Þess er óskað, að nefndin hraði störfum og skili álitsgerð til
háskólaráðs eigi síðar en 15. nóvember n.k. I nefndinni eigi sæti
4 fulltrúar tilnefndir af háskólaráði, einn tilnefndur af Félags-
stofnun stúdenta, og einn tilnefndur af Stúdentaráði Háskól-
ans.“
Háskólaráð kaus af sinni hálfu í nefndina prófessorana
Trausta Einarsson, Hrein Benediktsson og Guðmund Magnússon.
Jafnframt samþykkti það að leita eftir því við Ragnar Jónsson
hrl., að hann taki sæti i nefndinni.
Scta dósenta, lektora og aðjúnkla á (leildarfundiini
og atkvæðisréttur þeirra.
Erindi út af þessu máli frá Félagi háskólakennara, þar sem
óskað er lagabreytingar þess efnis, að þessir starfsmenn njóti
atkvæðisréttar (þ. e. einnig dósentar og lektorar eftir eldri lög-
um) á deildarfundum, var sent deildum til umsagnar.
Þókiiuu til liáskólaráðsmanna og rektors
vegna starfa hans í þágu háskólaráðs.
Á fundi háskólaráðs hinn 4. sept. 1969 var svofelld ályktun
gerð:
„Háskólaráð ályktar að fela rektor að gangast fyrir því, að
deildarforsetum verði greiddar allt að tíu þúsundum króna
mánaðarlega sem þóknun fyrir störf þeirra.“
Byggingarmál.
Háskólaráð kaus þ. 14. febr. 1969 byggingarnefnd til að fjalla
um fyrirhugaða nýbyggingu milli Nýja Garðs og aðalbyggingar.
1 nefndinni eiga sæti Jóhannes L. L. Helgason, háskólaritari,
formaður, prófessorarnir Guðlaugur Þorvaldsson, Loftur Þor-
steinsson og Þór Vilhjálmsson, svo og Úlfar Guðmundsson, stud.