Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 48
46
stofu fyrir skrifstofuvélar, kennaraherbergi o. fl. Um þessi at-
riði leyfi ég mér að vísa til sérstaks minnisblaðs frá mér frá
5. marz s.l., sem lagt var fram á háskólaráðsfundi við afgreiðslu
máisins.“
Byggingarnefnd læknatleiltlarbygginga.
Háskólaráð kaus að tillögu læknadeildar prófessorana Ólaf
Bjarnason og Þorkel Jóhannesson í nefndina í stað prófessors
Júlíusar Sigurjónssonar, sem óskaði að verða leystur undan
störfum í nefndinni, og prófessors Kristins Stefánssonar, sem
andaðist 2. sept. 1967. Aðrir nefndarmenn eru prófessorarnir
Ármann Snævarr og Jón Steffensen ásamt Herði Bjarnasyni
iiúsameistara. Ármann Snævarr, rektor, hvarf úr byggingar-
nefndinni 15. sept. 1969, en prófessor Magnús Már Lárusson
tók sæti hans.
Alhuganir á hyggingarmálum tannlæknatleilclar.
Prófessorunum Jóni Sigtryggssyni og Erni B. Péturssyni,
svo og Jóhanni Finnssyni, var falið að fara yfir áætlanir
um byggingarmál tannlæknadeildar og setja eftir atvikum
fram nýjar hugmyndir um þetta efni. Þá var þess óskað, að
nefndin setti fram með ráði arkítekts og verkfræðings end-
urnýjaða kostnaðaráætlun.
Alhuganir á hyggingarmálum verkfræðitleildar.
Verkfræðideild gerði ýmsar athuganir á byggingarmálum
sinum á háskólaárinu auk þess sem hún samdi rækilega álits-
gerð um þörf á auknu starfsliði. Deildinni var heimilað að ráða
arkítekt til að gera frumteikningu að byggingum þessum, sem
gert er ráð fyrir, að reistar verði i næsta nágrenni Raunvisinda-
stofnunar Háskólans.
Árnagarður.
Fyrsta kennslustund í byggingunni fór fram 13. marz 1969,
og var kennt þar nokkuð það sem eftir var vormisseris.