Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 49
47
F j árveitingar tillögur.
í tillögum Háskólans út af fjárveitingum á fjárlögum fyrir
árið 1970, er m. a. óskað eftir fyrstu fjárveitingu til lækna-
deildarbygginga, tannlæknabygginga og bygginga í þágu verk-
fræði- og raunvísindadeildar. Óskað er eftir auknu starfsliði,
þ. á m. nokkrum prófessorsembættum, og dósents- og lektora-
störfum. Þá er sérstaklega áréttað, að veitt verði þau embætti,
sem lögfest hafa verið, en frestað hefir verið að veita.
Nýjar námsgreinir í Háskólanum.
Rektor ritaði í desember greinargerð fyrir háskólaráð um
nýjar námsgreinir, og var sú greinargerð send Menntamála-
ráðuneyti. Málið var nokkuð rætt í háskólaráði eftir að di’ög
til frumvarps á háskólalögum voru afgreidd þar, og rektor hélt
fundi með öilum háskóladeildum, þar sem þessi mál voru eink-
um til umræðu. I apríl samþykkti háskólaráð að skipa sér-
staka nefnd til að kanna, hvort réttmætt væri að leggja til,
að kennsla fyrir löggilta endurskoðendur færi fram í Háskól-
anum. Viðræður fóru fram milli rektors og forseta lagadeildar
og viðskiptadeildar um kennslu í stjórnsýslu. 1 maí átti rektor
viðræðufundi við sérfræðinga í matvælafræðum um möguleika
á að koma á fót kennslu í Háskólanum í þeim greinum. Varð
niðurstaðan þar sú, að slíkt væri naumast gerlegt, nema með
efnaverkfræði eða líffræði sem undirstöðu, og væri nám í
matvælafræðum þá kjörsvið fyrir menn, er lokið hefðu undir-
stöðunámi í þessum tveimur greinum. Hinn 16. júní 1969 ritaði
menntamálaráðherra háskólanefnd og óskaði eftir athugunum
á því að stofna til kennslu í þremur greinum, félagsfræði, fé-
lagsráðgjöf og félagssýslu, en um þá kennslu gerði háskólaráð
tillögur í marz 1968 og apríl 1969, tæknifræðinám á háskóla-
stigi og nám í stjórnunarfræðum. Háskólanefnd skipaði þrjár sér-
stakar nefndir til að fjalla um þessi mál, og nefndin ritaði síð-
an menntamálaráðherra 28. ágúst 1969 um málið, en ráðherra
lagði það álit ásamt sjónarmiðum sínum fyrir háskólaráð. Sér-
nefndirnar og háskólanefnd töldu, að ekki væri tímabært að
stofna til tæknifræðináms á háskólastigi, en hvatt var til þess