Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 51
49
fræðum, verði leiðbeint um það á þessu hausti, hverjar greinir
komi helzt til álita að leggja stund á næsta háskólaár, þeirra
sem hér eru kenndar, svo að komi að sem mestum notum
síðar í námi þeirra í almennum þjóðfélagsfræðum. Þá sam-
þykkir háskólaráð, að fluttir verði á vetri komanda inngangs-
og kynningarfyrirlestrar á sviði almennra þjóðfélagsfræða.
Háskólaráð samþykkir, að stofnuð verði 5 manna nefnd og
séu 3 þeirra tilnefndir af háskólaráði og 2 af Stúdentaráði Há-
skólans og hafi nefndin það verkefni að undirbúa kennslu í
almennum þjóðfélagsfræðum, er hefjast skal haustið 1970, svo
og að hafa yfirumsjón með könnun þeirri og leiðbeiningum,
er að framan greinir.“
Viðtöl við stúdenta, er liug liafa á námi
í almennuin þjúðfélagsfræðum,
fóru fram á vegum þjóðfélagsfræðinefndar 6. og 7. sept.
Rösklega 30 stúdentar komu til viðtals og létu í ljós áhuga á
að stunda nám í þessum greinum. Verður unnið úr efnivið
þeim, er þannig fékkst, og tillögur um kennslu lagðar fyrir
háskólaráð.
Náttúrufræðikennsla.
Rækileg grein var gerð fyrir þörfum á starfsliði, húsnæði
o. fl. vegna náttúrufræðikennslu í bréfi Háskólans frá 2. maí
1969, sbr. einnig fyrri bréf m. a. 29. apríl og 24. sept. 1968.
Tilmæli í bréfinu frá 2. maí 1969 voru áréttuð í fjárlagatillög-
um frá 23. maí 1969 og sérstök greinargerð var samin um mál
þessi og send með bréfi Háskólans 27. júní. Óskað var m. a.
eftir fjórum dósentsstörfum í nýja stíl frá 1. júlí 1969. Fall-
izt var á tilmæli bréfs frá 27. júní með bréfi Mrn. 6. ágúst 1969.
Tengsl Landsbúkasafns og Háskúlabúkasafns.
Rækilegar umræður fóru fram um þetta mál á grundvelli
frumvarps til laga um Landsbókasafn íslands, sem flutt var á
Alþingi og beiðzt var umsagnar háskólaráðs um. Iiáskólaráð
skipaði sérstaka nefnd til að fjaila um málið, og áttu sæti í
4