Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 52
50
henni dr. Björn Sigfússon, háskólabókavörður, og prófessor-
arnir Magnús Már Lárusson og Ólafur Bjarnason. Auk þess
var óskað umsagnar bókasafnsnefndar um málið. Meginatriðin
í afstöðu háskólaráðs til málsins eru dregin saman á eftirfar-
andi hátt í bréfi Háskólans til menntamálanefndar Efri deildar
Alþingis frá 10. marz 1969:
„1. Háskólaráð telur, að náið samstarf milli Landsbókasafns
og Háskólabókasafns sé höfuðnausyn.
2. Þörf Háskólans á lestrarsalsrými er gífurlega mikil, og er
óhjákvæmilegt, að úrlausn þess máls sitji í fyrirrúmi við
byggingu nýs bókasafnshúss.
3. Háskólaráð telur, að Háskólabókasafn sem stofnun eigi að
starfa áfrarn, en söfnin eigi að vera til húsa í sömu bygg-
ingu og stjórnarfarslega lúti safnið yfirstjórn landsbóka-
varðar, þótt Háskólabókasafn hafi eigið starfslið, sem
skipað sé eða ráðið með lögmæltum eða venjuhelguðum
afskiptarétti háskólaráðs.
4. Fjárveitingar til Háskólabókasafns verði sérstæðar og f jár-
veitingatillögur ákveðnar af rektor og háskólaráði í sam-
starfi við landsbókavörð og háskólabókavörð. Bókasafns-
nefnd starfi áfram og ráði bókakaupum í samstarfi við
háskóladeildir og rannsóknarstofnanir."
Námsnefndir.
Forsetar guðfræðideildar og heimspekideildar lögðu til í
háskólaráði, að sú skipan kæmist á, að i hverri deild væri
stofnuð sérstök nefnd, sem skipuð yrði kennurum og stúd-
entum, jafnmörgum úr hvorum flokki, og hefði hún það
verkefni að vera ráðgjafarnefnd um kennslumál deildar,
námsefni, kennsluhætti og ýmiss konar samvinnu milli kenn-
ara og stúdenta. Tillagan var samþykkt nokkuð breytt að
orðalagi á fundi háskólaráðs 18. október 1968, að fenginni
umsögn deilda. Nefndir voru kjörnar i deildum nokkru síðar.
Þess skal getið, að nokkuð sérstök skipan var á þessu máli í
læknadeild, enda hafði deildin áður gengið fi’á skipan svip-
aði’ar nefndar fyrir sitt leyti.