Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 53
51
Bókasafnsnefnd.
Háskólaráð samþykkti að f jölga nefndarmönnum um tvo, for-
mann, skipaðan af háskólaráði, og fulltrúa stúdenta, er Stúd-
entaráð tilnefni. Háskólaráð kaus próf. Magnús Má Lárusson
formann. Frá 1. janúar 1969 að telja voru eftirfarandi menn
kosnir í nefndina til tveggja ára: Próf. Jóhann Hannesson frá
guðfræðideild, próf. Jón Steffensen frá læknadeild, próf. Magn-
ús Þ. Torfason frá lagadeild, próf. Árni Vilhjálmsson frá við-
skiptadeild, lektor Bergsteinn Jónsson frá heimspekideild, próf.
Sigurður Þórarinsson frá verkfræðideild og Jón Kristjánsson,
stud. jur., fulltrúi stúdenta.
Stjórnarnefnd íþróttahúss.
Háskólaráð féllst á greinargerð og tillögu rektors um, að
íþróttahúsi yrði sett sérstök stjórnarnefnd, er skipuð væri
tveimur fulltrúum, er háskólaráð tilnefnir, einum tilnefndum
af Stúdentaráði og einum, er stjórn Iþróttafélags stúdenta nefn-
ir til. Iþróttastjóri á sæti á fundum stjórnarnefndar. Háskóla-
ráð tilnefndi af sinni hálfu prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson
og Hjalta Þórarinsson, dósent. Stúdentaráð tilnefndi Guðjón
Magnússon, stud. med., og stjórn Iþróttafélags stúdenta Ólaf
H. Ólafsson, stud. oecon.
Stjórn Norræna hússins.
Rektor Ármann Snævarr var tilnefndur af háskólaráði til
að taka sæti í stjórn Norræna hússins frá 1. janúar 1969 til
31. desember 1972. Varamaður var kjörinn prófessor Þórir Kr.
Þórðarson.
Stjórnarnefnd Árnasafns.
Á fundi háskólaráðs 31. marz 1969 var lagt fram bréf danska
Menntamálaráðuneytisins frá 7. s. m., þar sem á það var bent,
að fyrir dyrum stæði endurskipun stjórnarnefndar Árnasafns.
Taldi ráðuneytið rétt fyrir sitt leyti, að háskólaráð og Sátt-
málasjóður tilnefndu menn í stjórnarnefnd, alls þrjá menn, og
aðra Islendinga, er til greina kæmu, sbr. tilskipun um stofnun-