Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 54
52
ina frá 25. maí 1936, sem prentuð er í Árbók Háskólans 1935
—36, bls. 82, sjá einnig um það mál sama rit, bls. 15, og Árbók
1936—37, bls. 12. Á fundi háskólaráðs 10. apríl 1969 var mál-
inu vísað til umsagnar laga- og heimspekideildar. Á fundi há-
skólaráðs 8. maí var fallizt á, að háskólaráð tilnefndi menn í
stjórnarnefnd, en tekið var undir þau orð úr ályktun háskóla-
ráðs frá 7. ágúst 1936, þar sem svo segir, að „þessi afskipti
þess (þ. e. háskólaráðs) af stjórn safnsins eru að sjálfsögðu
gerð að áskildum óskertum öllum rétti íslands bæði lagalega
og siðferðislega til að fá skilað íslenzkum handritum úr safni
þessu“. Er þessa getið í bréfi rektors til Menntamálaráðuneyt-
isins 10. maí 1969. I stjórnarnefnd tilnefndi háskólaráð prófess-
orana Einar Ól. Sveinsson og Halldór Halldórsson og vegna
Sáttmálasjóðs próf. Ármann Snævarr. Jafnframt var bent á til
tilnefningar þá prófessorana Magnús Má Lárusson, Hrein
Benediktsson og Þór Vilhjálmsson. Skipaði Menntamálaráðu-
neytið danska prófessor Magnús Má í stjórnarnefndina.
Almenn málvísindi og hljóðfræði.
I bréfi Menntamálaráðuneytis hinn 23. september 1968 er
vísað til viðræðna um ráðningu kennara í ofangreindum grein-
um. Er frá því skýrt, að ráðuneytið muni fella niður úr reglu-
gerð ákvæði um kennslu í þessum greinum, ef því hafi ekki
borizt tilkynning innan tveggja daga um, að heimspekideild hafi
tryggt kennara í greininni með þeim kjörum, sem reifuð voru
í bréfinu. Með bréfi ráðuneytisins 26. sept. var háskólaráði
send til umsagnar fyrirhuguð breyting á háskólareglugerð þess
efnis, að ákvæði um kennslu og próf í framangreindum grein-
um væri felld niður. Á fundum háskólaráðs 26. og 28. septem-
ber 1968 var fjallað um málið, og fyrir síðara fundi lá um-
sögn heimspekideildar um breytingu þessa. Deildin andmælti
setningu reglugerðarinnar og taldi ekki hafa komið fram gild
rök fyrir því, að greinin væri afnumin úr kennslukerfi deildar-
innar. Var á það bent, að greinin hefði mikið og vaxandi gildi
fyrir tungumálanám og kennslu í skólum landsins. Hefði kennsla