Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 55
53
í þessari grein verið meðal helztu nýmæla í þeirri nýskipan,
sem komið var á 1965 um nám til B.A.-prófa o. fl.
Þykir rétt að taka hér upp helztu efnisatriði úr ályktun há-
skólaráðs frá 28. sept. 1968: „Tillögur til breytingar á háskóla-
reglugerð að því er varðar kennslu og próf í einstökum grein-
um hafa ávallt komið frá Háskólanum, og er háskólaráði ekki
kunnugt um, að nokkru sinni hafi verið felld úr reglugerð náms-
grein, sem þar hafi verið getið, nema að frumkvæði deildar,
sem í hlut á, og með samþykki hennar. Þessir stjórnhættir,
afskipti Háskólans af því, hverjar námsgreinar séu kenndar
þar, er eitt veigamesta grundvallaratriðið í háskólalögum og
framkvæmd þeirra, og á það einnig við um grannlönd okkar,
þar sem háskólahefð er svipuð. 1 bréfum Menntamálaráðu-
neytis er ekki vísað til neinnar grundvallarrannsóknar, sem
fram hafi farið á gildi kennslu í almennum málvísindum og
hljóðfræði fyrir kennslu og nám í heimspekideild, og eru ekki
bornar brigður á gildi hennar. Háskólaráð hlýtur um það at-
riði að byggja á mati deildarinnar."
Síðar segir: „Háskólaráð lýsir eindreginni andstöðu sinni
gegn því, að þær breytingar séu gerðar á háskólareglugerð,
sem greindar eru í fylgiskjali með bréfi Menntamálaráðuneytis
frá 26. september, gegn mótmælum deildar, sem í hlut á. Slík
reglugerðarbreyting er brot á þeim afskiptarétti Háskólans um
námsefni, sem margra áratuga framkvæmd hefur helgað. Leyf-
ir háskólaráð sér að beina þeim ákveðnu tilmælum til mennta-
málaráðherra, að ekki komi til setningar fyrirhugaðrar reglu-
gerðar og telur slíkt skapa varhugavert fordæmi.“
Forseti lagadeildar gerði eftirfarandi grein fyrir atkvæði
sínu: „Sú ályktun, sem nú hefur verið gerð, fjallar um atriði,
er snerta hefðarhelgaðan afskiptarétt Háskólans af námsefni i
skólanum. Af þeim sökum hef ég greitt henni atkvæði."
Með bréfi ráðuneytisins frá 30. sept. 1968 var frá því skýrt,
að framangreind reglugerðarbreyting hefði verið staðfest þann
dag, sbr. rgj. nr. 72, 30. sept. 1968.
Hinn 30. október s. á. sendi ráðuneytið háskólaráði bréf, þar