Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 57
55
það hið fyrsta, „þar sem segja má, að sjöttubekkingar í mennta-
skólum eigi siðferðilegan rétt á að fá vitneskju um þetta efni
ekki síðar en um miðjan vetur.“ Viðræður áttu sér stað milli
forráðamanna læknadeildar og rektors annars vegar og ráð-
herra hins vegar í byrjun marz. Ráðherra óskaði þá eftir at-
hugun á fylgni stúdentsprófseinkunna og einkunna á forpróf-
um í læknisfræði. Fór sú athugun fram í marz. 1 bréfi lækna-
deildar 31. marz 1969 til háskólaráðs voru enn áréttuð viðhorf
deildarinnar og óskað atbeina háskólaráðs til þess að sett væru
ákvæði, er takmörkuðu aðgang að deildinni. Var bréfið kynnt
í háskólaráði sama dag, er það var ritað. Á fundi háskólaráðs
10. apríl skýrði forseti læknadeildar frá því, hvaða einkunna-
mörk læknadeild myndi velja, ef heimild væri veitt til setn-
ingar ákvæða um takmarkaðan aðgang að deildinni. Eftir mikl-
ar umræður lýsti rektor því, að hann myndi afgreiða málið
að nýju til Menntamálaráðuneytis og árétta óskir háskólaráðs
um, að ákvæði um takmörkun á aðgangi að læknadeild komi
til framkvæmdar á sumri komanda, enda lægju ekki fyrir fjár-
veitingar til skjótra úrbóta m. a. í húsnæðismálum læknadeild-
ar. Bréf Háskólans til menntamálaráðherra er frá 15. apríl 1969.
Eftir ýmsar viðræður við ráðherra, var reglugerð um þetta
efni staðfest 26. júní 1969. Er hún prentuð í XV. kafla hér að
aftan. Þess skal getið, að af hálfu forseta læknadeildar var samin
greinargerð um málið og birt í blöðum og kynnt í útvarpi og
sjónvarpi.
Með bréfi 4. og 15. júlí 1969 til læknadeildar óskaði ráðuneyt-
ið, að fram færi athugun á því, hvort ekki væri unnt að láta
próf í skólanum sjálfum skera úr um endanlega inntöku í
læknadeild, þ. e. annaðhvort próf á fyrra misseri eða í síðasta
lagi í lok siðara misseris eða jafnvel þannig, að stofnað yrði
til sérstakra námskeiða fyrir læknanema á fyrsta ári í því
skyni að fá grundvöll til inntöku þeirra. Sú athugun hófst
þegar í stað og jafnframt ýmsar aðrar kannanir málsins, þ. á m.
hvort tök væru á að láta nýja reglugerð um kennslu og nám