Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 58
56
í deildinni taka gildi haustið 1969 og hver fjárútgjöld væru
samfara hinu nýja fyrirkomulagi.
Sú niðurstaða varð, að læknadeild samþykkti, að leyfð
yrði endurinnritun í deildina og sérstakur innritunarfrestur
yrði auglýstur, og yrðu teknir í deildina jafnmargir stúdentar
og gerlegt væri, miðað við aðstæður til að láta í té kennslu í
efnafræði. Nýr skráningarfrestur í læknadeild var ákveðinn 3.—
10. sept. 1969. Þá óskuðu alis 60 stúdentar skrásetningar auk
þeirra 20, sem skrásettir voru í júlí.
Félagsstofnun stúdenla.
Háskólaráð lagði til, að Atli Hauksson yrði ráðinn endur-
skoðandi reikninga Félagsstofnunar stúdenta.
Á fundi háskólaráðs hinn 19. des. 1968 var gerð eftirfarandi
ályktun út af byggingu stúdentaheimilis:
„Háskólaráð getur, eins og stúdentaheimilismálinu er kom-
ið, fallizt á að leggja nú fram 5,5 millj. króna til byggingar
heimilisins, enda liggi þá fyrir yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um,
að það, sem á vantar um fjármagn til heimilisins, komi úr
ríkissjóði."
ííygging stúdentaheiniilis.
Teikningar og líkan að heimilinu var sýnt á háskólaráðsfundi
18. október 1968. Háskólaráð taldi sig geta fallizt á ytri gerð
hússins og staðsetningu, en taldi ekki ástæðu til að fjalla um
innri gerð þess. Þá var ekki talið fært að fallast á hugmyndir
um samgönguleiðir að húsinu, fyrr en heildstæð athugun á
því máli lægi fyrir.
Byggingarframkvæmdir hófust um mánaðamót júlí—ágúst
1969.
Reglugerð fyrir stúdentagarðana.
Háskólaráð lét uppi umsögn um þau atriði í frumvarpi til