Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 61
59
Prófgjaldasjóður.
Nokkur bréfaskipti urðu milli Menntamálaráðuneytis og Há
skólans út af málefnum sjóðsins, og lét háskólaráð í ljós þá
skoðun í ályktun hinn 18. október 1968, að eðlilegast væri að
óbi’eyttar reglur giltu um ráðstöfun fjár úr sjóðnum. Með bréfi
ráðuneytisins hinn 10. okt. 1968 var lagt fyrir háskólaráð að
semja í upphafi árs áætlun um úthlutun fjár úr sjóðnum og
fá samþykki ráðuneytisins á þá áætlun. Samþykkt var að ráð-
stafa því fé, er kæmi í hlut sjóðsins vegna árlegrar skrásetn-
ingar stúdenta, til styrktar félagsstarfsemi stúdenta.
Alnianakssjóður.
Þjóðvinafélaginu var veittur styrkur allt að 100.000,00 kr.
til ýmiss konar sérfræðilegrar vinnu við gerð almanaks.
Gjafir.
Með bréfi 11. des. 1968 sendu hjónin Sigríður og Valdimar
Gíslason, Wynyard, Saskatchewan, Háskólanum að gjöf hluta-
bréf í Eimskipafélagi Islands að fjárhæð kr. 7.500,00. Er gjöf
þessi til minningar um son þeirra hjóna, Valdimar, sem átti
bréfin, en hann lézt í bílslysi 11. okt. s.l. Bréfin hafa verið lögð
við Háskólasjóð Eimskipafélags Islands.
IBM-fyrirtækið afhenti Raunvísindastofnun Háskólans til af-
nota endurgjaldslaust IBM 1443 hraðrita.
Próf. Paul S. Bauer hefir afhent Raunvísindastofnun 2000
dali, og verður Paul S. Bauer — styrkþegi næsta háskólaár Þor-
björn Karlsson, eðlisverkfræðingur.
Norðmauiisgjöf.
Hinn 8. maí 1969 kaus háskólaráð stjórnarnefnd til f jögurra
ára. Þessir eiga sæti í henni: Ármann Snævarr, rektor, próf.
Hreinn Benediktsson og Broddi Jóhannesson, skólastjóri.
Happdrætti Háskólans.
I apríl samþykkti Alþingi frumvarp til breytinga á happ-