Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 62
60
drættislögum, en samkvæmt hinum nýju lögum er heimilt að
stofna nýjan flokk, C-flokk, til viðbótar A- og B-flokkum, er
tengist við þau númer, sem heimilt er að gefa út (1—65000).
Reikningar happdrættis og greinargerð stjórnarformanns um
afkomu þess voru kynnt á fundi háskólaráðs 8. maí 1969. Há-
skólaráð endurkaus í stjórn happdrættisins prófessorana Ár-
mann Snævarr, Halldór Halldórsson og Þóri Kr. Þórðarson.
Endurskoðendur voru endurkosnir Atli Hauksson, löggiltur
endurskoðandi, og próf. Björn Magnússon.
35 ára afmæli Happdrællis Háskólans.
Hinn 10. marz 1969 voru liðin 35 ár síðan dráttur fór fram
í fyrsta skipti í happdrætti Háskólans. Hefir happdrættið ver-
ið Háskólanum mjög mikilvægt, enda er nálega allt fjárfest-
ingarfé Háskólans þaðan komið.
Háskólabíó.
Reikningar bíósins og greinargerð stjórnarformanns voru
kynnt háskólaráði hinn 7. ágúst 1969. Stjórn þess var endur-
kjörin til eins árs, svo og endurskoðendur. 1 stjórn eiga sæti:
Prófessor Árni Vilhjálmsson, formaður, dr. Gylfi Þ. Gíslason,
menntamálaráðherra, og prófessorarnir Magnús Már Lárusson
og Ólafur Jóhannesson. Endurskoðendur eru prófessor Ólafur
Björnsson og prófessor Þórir Kr. Þórðarson.
Endurskoðendur háskólarcikninga 1968
voru kjörnir hinn 7. ágúst 1969 prófessorarnir Árni Vil-
hjálmsson og Guðlaugur Þorvaldsson.
Ýmsir fundir.
Kennarafundir voru haldnir 17. okt., 7. febrúar, 24. febrúar
og 28. apríl. Á síðasta fundinum voru gerðar ýmsar ályktunar-
tillögur, er undirbúnar voru af nefnd, sem kosin var á fundi
7. febrúar. Til þess fundar var boðað að áeggjan ýmissa há-
skólakennara.