Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 129
127
2. Raunhæft verkefni.
IV. Stjórnskipunar- og stjórnarfarsréttur: Gerið grein fyrir
stjórnarskrárvernd samkomufrelsis.
V. Raunhœft verkefni.
1 lok síðara misseris luku 15 stúdentar fyrra hluta embættis-
prófs.
Verkefni í skriflegu prófi voru þessi:
I. Fjármunaréttur I:
1. Hverju máli skiptir það um skaðabótakröfu tjónþola, að
hann stuðlaði sjálfur að tjóni sínu.
2. Raunhæft úrlausnarefni.
II. Fjármunaréttur II:
1. Gerið grein fyrir meginreglum ísl. réttar um forkaupsrétt
og kauprétt.
2. Hvernig er í megindráttum háttað rétti veðhafa til arðs
af veði?
3. Raunhæft úrlausnarefni:
III. Sifja-, erfða- og persónuréttur:
1. Lýsið því, hvernig greint sé milli erfingja og gjafþega, og
gerið grein fyrir reglum, er á reynir um réttarstöðu gjaf-
þega og tilkall þeirra til gjafar.
2. Lýsið því, í hvaða atriðum helzt reyni á það, að því er
varðar réttaráhrif skilnaðar, að um sök sé að ræða hjá
hjónum, og gerið grein fyrir þvi, hvaða sjónarmið komi
til greina við sakarmatið.
3. I kaupmála, sem í hvívetna var gildur að formi til, segir
að ef til skilnaðar komi, skuli eigur þær, sem lýstar voru
séreignir konu með kaupmálanum, skiptast til helminga
milli þeirra. Leitt er í ljós, að eigur þessar hefðu verið
hjúskapareignir bónda, ef kaupmála hefði ekki verið til
að dreifa. Hvað er um gildi þessa ákvæðis?
IV. Stjómskipunar- og stjórnarfarsréttur: Gerið grein fyrir sér-
réttindum alþingismanna samkvæmt stjórnarskránni, og
berið saman réttarstöðu alþingismanna og embættismanna.
V. Raunhœft verkefni.