Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 139
137
VIII. DOKTORSPKÓF
Heimspekideild samþykkti á fundi sínum þann 23. janúar
1968 að taka ritgerð Ivars Orglands, cand. philol., „Stefán frá
Hvítadal og Noreg“, gilda til varnar fyrir doktorsnafnbót í
heimspeki. I dómnefnd, er deildin skipaði til að fjalla um rit-
gerðina, áttu sæti prófessor, dr. phil. Bjarni Guðnason, pró-
fessor, dr. phil. Johannes A. Dale og prófessor, dr. phil. Stein-
grímur J. Þorsteinsson. Doktorsvöi’n fór fram 15. júní 1969,
og voru tveir hinir síðastnefndu andmælendur. Vörnin var tek-
in gild, og lýsti forseti heimspekideildar, prófessor Bjarni
Guðnason, Ivar Oi’gland doktor í heimspeki — doctor philo-
sophiae — frá Háskóla Islands.
Æviágrij) dr. phil. Ivars Orglands.
Ivar Orgland fæddist í Ósló 13. okt. 1921. Hann tók stúd-
entspróf við Oslo Katedralskole 1939, cand. mag.-próf við
Óslóarháskóla 1946, uppeldis- og kennslupróf 1947, cand.
philol.-próf við Öslóarháskóla 1949. Aðalritgerð hans nefnd-
ist „Den islandske lyrikken gjennom atterfoding og stor-
domstid inn i várt hundreár. Ei oversyn over grunnlaget og
framvoksteren til og med Einar Benediktsson".
Ivar Orgland stundaði nám i íslenzku máli og bókmennt-
um við Háskóia íslands, fyrst á sumarnámskeiði 1948 en síðan
árin 1950—52, er hann hlaut styrk frá ríkisstjórn Islands og
Norske studenters minnefond. Hann var sendikennari í norsku
við Háskóla Islands 1952—1960, en 1960—61 var hann lektor
við menntaskóla á Notodden. Hann var lektor í norsku máli
og bókmenntum við Háskólann í Lundi 1962—69, en lektor við
Oslo Lærarskole hefur hann verið síðan 1969. Frá 1964 hefur
hann verið kennari í norsku við Vasa sumarháskóla í Finn-
landi, og síðan 1962 hefur hann stjómað hinu árlega íslenzku-
námskeiði Norræna félagsins fyrir menntaskólakennara í
norsku. Eftir hann hafa birzt margar ljóðabækur, og einnig
hefur hann þýtt og gefið út allmörg ljóðasöfn (úrval) eftir ís-