Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 142
140
er nú einna fastast í huga er áhugi hans og fórnfýsi í sambandi
við starfið í sunnudagaskóla Guðfræðideildar. Þegar Háskól-
inn fluttist í hið nýja hús sitt 1940 og aðstaða fékkst með kap-
ellunni, stofnuðu deildarkennararnir brátt til sunnudagaskóla-
halds þar til æfingar fyrir stúdenta deildarinnar, og veittu þeir
skólanum forstöðu til skiptis, og hélzt sú skipan alla tíð Ás-
mundar upp frá því. Þetta starf veitti honum óblandna ánægju,
því að frá upphafi prestskapar síns var honum sérstaklega lag-
ið að ræða við börnin og leiða þau til Krists.
Að lokum vil ég fyrir hönd Guðfræðideildar bera fram þakk-
ir fyrir öll störf Ásmundar prófessors Guðmundssonar fyrir
deildina, rit hans og rannsóknir í guðfræði, fyrir frábært leið-
togastarf og uppalanda hinna ungu, verðandi þjóna islenzkrar
kristni. I eigin nafni, konu minnar og fjölskyldu vil ég þakka
honum óbrigðula vináttu og aðstoð fyrr og síðar, og biðja Guð
að gefa honum nú laun hins trúa þjóns, þau laun, er hann
mundi helzt kjósa sér: að halda áfram að þjóna og fræða á
þeim æðri sviðum lífsins, sem hann er nú genginn inn til. Guð
blessi ástvinum hans góðar minningar og mýki harminn við
þeirra mikla missi. Björn Magnússon.
(Morgunblaðið 4. júní 1969)
Guðmundur Thoroddscn.
F. 1. fébrúar 1887. D. 6. júlí 1968.
Guðmundur Thoroddsen, fyrrverandi prófessor í handlæknis-
fræði við læknadeild Háskóla íslands, andaðist 6. júlí 1968,
81 árs að aldri. Með honum er genginn einn svipmesti maður
íslenzkrar læknastéttar á fyrri helmingi þessarar aldar.
Guðmundur stundaði nám í læknisfræði við Hafnarháskóla
og lauk prófi vorið 1911. Næstu þrjú ár starfaði hann á sjúkra-
húsum í Danmörku og var í nokkra mánuði við héraðslæknis-
störf á Jótlandi. Snemma árs 1914 sneri hann aftur heim til Is-
lands. Guðmundur var fyrst starfandi læknir í Reykjavík, en
aðeins nokkra mánuði. 1 september 1914 var hann settur —
og nokkru síðar skipaður — héraðslæknir í Húsavíkurhéraði.