Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 146
144
skemmri tíma: Aöalheiður Friöþjófsdóttir, stud. philol., Kristín
L. Blöndal, B.A., Nína Þórðardóttir, stud. philol., og Vilborg
Isleifsdóttir, B.A.
3. Bókaöflun
Til kaupa á bókum og tímaritum var varið kr. 838.285,—, en
Raunvísindastofnun og nokkrar aðrar háskólastofnanir keyptu
einnig dálítið af ritum fyrir eigið fé. Auk þess hefur safninu
borizt allmikið af bókum og tímaritum við gjafir og ritaskipti
(sjá 4. og 5. kafla).
Samkvæmt aðfangabók eru við árslok í safninu rúmlega 148
þús. bindi, og var safnauki á árinu rúmlega 3.500 bindi.
Erlend tímarit og ritraðir, sem eru í áskrift eða koma reglu-
lega, eru við árslok 729 og hefur fjölgað um 48 á árinu.
4. Bókagjafir
Frá einstaklingum bárust ekki svo stórar bókagjafir nú sem
þær, er getið var í skýrslunni 1968. Með þökk skulu nefndar
gjafir frá frú Láru KoTbeins og frú Svövu Fells. Gáfu þær hvor
um sig merk rit, sem eiginmenn þeirra höfðu látið eftir sig,
þeir sr. Hálldór Kolbeins og Gretar Fells, rithöfundur. Af gjöf-
um stofnana og forlaga bar hæst tillag Háskólaforlagsins i Osló,
er gaf sem fyrri ár öll útgáfurit sín, og Volksívagenstofnunar-
innar í Hannover, sbr. lok skýrslu safnsins 1968. Einnig gáfu
Juristforbundet í Kaupmannahöfn og vísindaforlag CIBA marg-
ar bækur og vandaðar, hvort á sinu útgáfusviði. Deutsche For-
schungsgemeinschaft gaf nokkra tugi binda eftir vali safnsins.
Háskólábókasafnið i Reading og safn Bandansku upplýsinga-
þjónustunnar í Reykjavík, svo og Bókasafn Norrœna hússins
í Reykjavík og Veðurstofa Islands, miðluðu til Háskólabóka-
safns talsverðu af ritum, sem því er gagnlegt að eiga.
5. Ritaskipti
a) Háskólabókasafn hefur á árinu haft föst ritaskipti við um
220 erlenda háskóla og vísindastofnanir. Helztu rit, sem safnið
sendi út á árinu í þessu skyni, eru: Árbók Háskóla Islands 1962