Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 147
145
—63; Kennsluskrá Háskóla Islands 1968—69 vormisseri og
1969—70 haustmisseri; Studia Islandica 28; Ivar Orgland:
Stefán frá Hvítadal og Noreg (doktorsritgerð).
b) Háskólabókasafn varðveitir bókasafn Vísindafélags Is-
lendinga og sér um ritaskipti félagsins við erlend vísindafélög
og -stofnanir. Skiptaaðilar félagsins eru um 65. Ekkert rit kom
út á vegum félagsins á árinu, og var því ekki um reglulega
útsendingu að ræða, aðeins einstök bindi eldri rita félagsins,
eftir því sem um var beðið.
6. Bókhand
Til bókbands hefur verið varið kr. 112.272,—. Alls hafa ver-
ið bundin á árinu 557 eintök, þ. e. bækur, timarit og blöð. Við-
gerð hefur farið fram á 42 eintökum. Auk þess hafa verið heft-
ar 72 prófritgerðir til varðveizlu í safninu.
7. Prófritgerðir stúdenta
Á fundi bókasafnsnefndar 19.3. voru samþykkt eftirfarandi
ákvæði um skil og varðveizlu á prófritgerðum stúdenta, og
voru þau staðfest af háskólaráði 25.4.:
Skil. Háskólakennarar skulu gera þeim stúdentum ljóst, sem
taka ritgerðarverkefni á þeirra vegum, að þeim beri að skila
ritgerðinni í a. m. k. tveimur vélrituðum eintökum og þeir fái
aðeins annað eintakið aftur, hitt verði eign Háskólabókasafns.
Þetta á við um allar sérefnisritgerðir til embættisprófs, svo og
þriðja stigs ritgerðir í B.A.-greinum og aðrar ritgerðir álíka
mikilvægar.
Skráning og varðveizla. í Háskólabókasafni verður gerð um
ritgerðirnar spjaldskrá, flokkuð eftir greinum.
Ritgerðirnar verða bundnar (eða heftar), séu þær það ekki
þegar, og geymdar í lokuðu herbergi, sem lesendur hafa ekki
opinn aðgang að. Skráin um þær verður hins vegar á stað, sem
safngestir hafa aðgang að.
Notkun. Ritgerðirnar verða ekki lánaðar út úr safninu, að-
eins á lestrarsal. Til að koma í veg fyrir hugsanlega misnotkun
þeirra verður fest inn blað framan við hverja ritgerð, þar sem
lántakendum verður gert skylt að rita nafn sitt og notkunardag.
Texti þess verður þannig:
10