Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 148
146
Þeir, sem fá ritgerð þessa lánaða til lestrar, skulu rita hér
nafn sitt og notkunardag því til staðfestu, enda sé þeim kunnugt
um, að óheimilt er að vitna tii ritgerðarinnar eða notfæra sér
efni hennar á annan hátt, nema að fengnu leyfi höfundar.
Á árinu var skráð allmikið af eldri ritgerðum, sem safnið
átti fyrir, og frá þeim gengið til varðveizlu, auk þess sem nýj-
um ritgerðum voru gerð sömu skil.
8. Húsnæði, húsbúnaðar ng tæki
Lestrarhúsnæði á vegum Háskólans var í árslok 1969 sem
hér segir:
Aðaisalur á 1. hæð ................................ 32 sæti
Sérlestrarstofa á 1. hæð .......................... 13 —
Hátíðasalur........................................ 70 —
Lögfræði- og viðskiptafræðinemar á Aragötu 9 . .. . 33 —
Verkfræðinemar í Loftskeytastöð ................... 15 —
Læknanemar 1. hl., 2 herbergi á 2. hæð .......... 45 —
— 2. hl., 1 herbergi á 2. hæð .......... 12 —
— 2. hl., Tjarnargötu 44 .............. 19 —
— 3. hl., 2 herbergi á Landspítala... 23 —
Tannlæknanemar á Eiríksgötu 31 .................... 23 —
Náttúrufræðinemar i Lækjargötu 14A................. 30 —
Árnagarður ....................................... 136 —
Samtals: 451 sæti
Taka ber fram, að hátíðasalur var einungis notaður til lestr-
ar, þegar hann var ekki frátekinn vegna annarra þarfa, svo sem
prófa eða fundarhalda. — Lestrarhúsnæði Árnagarðs var á
þessu misseri opið stúdentum í öllum greinum, en það er í
framtíðinni fyrst og fremst ætlað stúdentum i málfræði, bók-
menntafræði og sagnfræði.
1 Guðfræðideildarstofu (V. kennslustofu) voru smíðaðir ný-
ir og vandaðir bókaskápar, og rúmast nú þar um 60 hillumetrar
bóka. Stofan er notuð bæði til kennslu og lestrar.
Keypt var til safnsins Apeco-ljósritunai’vél, og var hún tek-