Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Blaðsíða 150
148
10. Ljósritun
Ljósritunarvél var keypt til safnsins og tekin í notkun 19. maí.
Voru þá þegar settar um notkun hennar eftirfarandi reglur:
Stúdentar skulu fá ljósrit seld gegn staðgreiðslu, kr. 5,— ein-
takið, og er það nálægt útlögðum kostnaði vegna pappírs og svertu.
Gera má ráð fyrir, að kennarar vilji láta ljósrita í mörgum ein-
tökum tímaritsgreinar eða síður úr bókum til notkunar í kennslu-
stundum og fá stúdentum til eignar. Skal þá kennari gera pönt-
un í bókasafni á hæfilega mörgum eintökum og vísa stúdentum
til safnsins eða Bóksölu stúdenta, þar sem þeir fá Ijósritin af-
hent gegn ofangreindu gjaldi.
Þurfi kennari á ljósritum að halda til að nota við kennslu eða
rannsóknir við Háskólann (án þess að þau séu afhent stúdent-
um til eignar), skal fært í bók, hvað er ljósritað, hve mörg ein-
tök gerð og fyrir hvern. Er þá hægt að gera upp pappírskostnað
hverrar deildar eða stofnunar samkvæmt því.
Komi til álita um, hvort ljósritun, er kennari biður um, skuli
greiðast af honum sjálfum eða færast Háskólanum til gjalda,
getur afgreiðslufólk safnsins skotið slíkum málum til úrskurðar
formanns bókasafnsnefndar, háskólabókavarðar eða háskóla-
ritara.
Ljósritun í þágu skrifstofu Háskólans og háskólastjórnar fell-
ur undir sameiginlegan rekstrarkostnað, en skal bókfærast eigi
að síður, svo og not Háskólabókasafns og háskólastofnana.
Notkun á árinu var samtals 18660 blöð. Af þeim voru 8888
blöð seld fyrir kr. 44.440,—.
11. Flokkun og skráning
Erlendar bækur, sem safninu bárust á árinu, voru flokkaðar
og skráðar á sama hátt og undanfarin ár. Hins vegar sátu ís-
lenzkar bækur á hakanum eins og áður. Dálítið var skráð af
sérprentunum og bæklingum safnsins, einkum forníslenzk bók-
menntasaga.
Undanfarin ár hafa þeir Böðvar Kvaran og Einar Sigurðsson
unnið að gerð heildarskrár um islenzk blöð og tímarit. Hefur
verið farið vandlega yfir öll blöð og timarit Háskólabókasafns
í þessu skyni og þau skráð á spjöld. Ætlunin er að fjölrita
skrána á næsta ári.