Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 153
151
2. stig:
Einar Sigurðsson, cand. mag.: Saga íslenzkrar prentunar og
bókaútgáfu, þróun prentlistar erlendis og prentunaraðferðir,
2 stundir í viku.
Ólafur F. Hjartar, B.A.: Erlend bókfræði, safnasaga, bók-
sala og bókaval, 2. stundir í viku.
3. stig:
Kristín H. Pétursdóttir, M.A.: Tegundir bókasafna, staða
þeirra og þjónusta í nútímaþjóðfélagi, 2 stundir í viku.
Á 3. stigi er auk þess krafizt úrlausnar bókfræðilegs verk-
efnis eða samningar ritgerðar um safnfræðilegt efni. Gildir það
helming einkunnar á 3. stigi.
Skipting kennslu og námsefnis er nánar greint í bæklingnum
Námstilhögun og lestrarefni, sem tekinn var saman og fjöl-
ritaður 1968 og hefur gilt í meginatriðum árið 1969.
Áður en nemendur ganga til prófs á 1. stigi, er þeim gert að
inna af hendi 200 vinnustundir í bókasafni, en á 2. stigi er vinnu-
skylda 100 stundir. Fá þeir nokkra þóknun fyrir þessa vinnu.
Meginhluti nemendavinnunnar fór fram í Háskólabókasafni, en
einnig unnu nemendur dálítið á Landsbókasafni og Borgar-
bókasafni og fáeinum söfnum öðrum.
Engin próf voru í bókasafnsfræði í janúar, en í maí luku 13
nemendur 1. stigs prófi, 3 2. stigs prófi og 1 3. stigs prófi.
XI. STYRKVEITINGAR.
ÚTHLUTUN ÚR SÁTTMÁLASJÓÐI.
Ríkisstjórn Islands veitti eftirfarandi erlendum námsmönn-
um styrk til að leggja stund á íslenzkar bókmenntir, sögu Is-
lendinga og íslenzka tungu háskólaárið 1968—69: Jennifer
Anne French frá Bretlandi, Erik Thorvald Eriksson frá Sví-
þjóð, Gérard Vautey frá Frakklandi, Theodorus Homan frá
Hollandi, Máirín Cassidy frá Irlandi, Edmund Gussman frá
Póllandi, Egon Hitzler frá Vestur-Þýzkalandi, Jindra Repa frá