Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 168
166
tiltekur að fengnu samþykki menntamálaráðherra, að jafnaði í sept-
ember. Nú er stúdent ekki á stúdentatali Háskólans, sbr. 26. gr. há-
skólalaga, og verður hann þá ekki skráður, nema hann sanni, að
nafni hans sé ranglega sleppt í stúdentaskrá. Skráningargjald er
1000 krónur, og renna 800 krónur til Félagsstofnunar stúdenta, en
200 krónur í Prófgjaldasjóð. Stúdentar hafa ekki rétt til að sækja
fyrirlestra og æfingar og verða ekki skráðir til prófa, nema þeir séu
skráðir í hinni árlegu skráningu. Þeir njóta og ekki þeirra félags-
legu fríðinda, sem því eru samfara að vera stúdent í Háskólanum,
sbr. lög 33/1968 um Félagsstofnun stúdenta við Háskóla íslands.
Gera skal árlega áætlun um tekjur og gjöld Prófgjaldasjóðs og
leggja fyrir menntamálaráðherra til samþykktar.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkv. 42. gr. laga nr. 60/1957 um
Háskóla íslands og 6. gr. laga nr. 33/1968 um Félagsstofnun stúdenta
við Háskóla íslands, kemur til framkvæmda þegar í stað, og fer
skráning fram í fyrsta sinn í október 1968, samkv. nánari ákvörðun
háskólaráðs.
AUGLÝSING nr. 76, 24. okt. 1968
um staðfestingu forseta fslands á breytingu á reglugerð fyrir
Háskóla fslands nr. 76 frá 17. júní 1958, með áorðnum breyt-
ingum.
Forseti íslands féllst hinn 9. október 1968 á tillögu menntamála-
ráðherra um að staðfesta eftirfarandi breytingu á reglugerð fyrir
Háskóla íslands nr. 76 frá 17. júní 1958, með áorðnum breytingum:
2. töluliður 48.gr. orðist svo:
Kennslugreinar í viðskiptadeild
1. Þjóðhagfræði í fyrri hluta
2. Þjóðhagfræði í síðara hluta:
Almenn.
3. Þjóðhagfræði í síðara hluta:
Sérgreind.
4. Almenn rekstrarhagfræði.
5. Framleiðsla fyrirtækja.
6. Sala.
gr-
eru þessar:
7. Fjármál fyrirtækja.
8. Stjórnun fyrirtækja.
9. Sérgreind rekstrarhagfræði.
10. íslenzk haglýsing.
11. Lögfræði.
12. Bókfærsla fyrir stúdenta á 1.
námsári.
13. Reikningshald.