Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 169
167
14. Endurskoðun og verklegar 20. Skrifstofustörf.
æfingar í bókfærslu og reikn - 21. Hagrannsóknir.
ingsskilum. 22. Hagræn landafræði.
15. Skattskil. 23. Hagsaga.
16. Tölfræði. 24. Saga hagfræðikenninga.
17. Viðskiptareikningur. 25. Fyrirtækið og þjóðfélagið.
18. Enska. 26. Markaðsrannsóknir.
19. Stærðfræði. 27. Opinber stjórnsýsla.
Námsgreinar 21—27 eru kjörgreinar.
Prófessorar viðskiptadeildar ákveða í sameiningu námsefni í hverri
einstakri námsgrein. Þeir ákveða og, hvort halda skuli æfingar í ein-
stökum námsgreinum og hvernig þeim æfingum skuli háttað. Við
ákvarðanir þessar skulu þeir hafa samráð við kennara í viðkomandi
grein.
Stúdent skal leysa af hendi tilskilinn fjölda æfinga í hverri náms-
grein.
Viðskiptadeild ákveður, hvenær tímabært er að hefja kennslu í
einstökum kjörgreinum. Eftir að kennsla í kjörgrein er hafin, er við-
skiptadeild heimilt að fella niður kennslu í einstök ár, ef ekki fæst,
að dómi deildarinnar, næg þátttaka stúdenta, eða ef ekki er, að dómi
deildarinnar, kostur hæfra kennslukrafta, en stúdent skal þó heim-
ilt að þreyta próf í viðkomandi námsgrein.
2. gr.
50. gr. orðist svo:
Próf í viðskiptafræðum.
Undirbúningspróf.
Stúdent skal standast pi’óf í sérhverju eftirtalinna undirbúnings-
prófa:
1. Bókfærslu fyrir stúdenta á 1. námsári, skriflegt próf.
2. Skrifstofustörfum, verklegt og skriflegt próf.
3. Stærðfræði, skriflegt próf.
4. Ensku I, skriflegt og munnlegt próf.
Einkunnir í ofantöldum greinum hafa ekki gildi í aðaleinkunn.
Til þess að standast próf í bókfærslu þarf stúdent að hljóta að minnsta
kosti lægstu 1. einkunn.
Samtímis innritun til undirbúningsprófs er stúdent heimilt að skrá
sig til prófs í prófgreinum fyrra hluta prófs með þeim undantekn-
ingum, sem greindar eru að neðan.