Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 170
168
Fyrra liliita próf.
Prófgreinar í fyrra hluta eru þessar:
1. Almenn í'ekstrarhagfræði. 5. Reikningshald.
2. Þjóðhagfræði.
3. Viðskiptareikningur.
4. Tölfræði.
6. Enska II.
7. Lögfræði.
8. íslenzk haglýsing.
Próf í ensku II skal vera skriflegt og munnlegt. Um próf i öðrum
greinum er meginreglan sú, að þau skulu vera skrifleg, og ákveður
viðskiptadeild, hvort frá þeirri reglu skuli vikið um einstaka próf-
grein.
Prófgreinum fyrra hluta er skipað í þrjá flokka: A, B, og C.
Flokkur A.
Flokkur A tekur til prófgreina 1 og 2. Stúdent skal þreyta próf
í þeim í lok yfirferðar eða samtímis því, sem hann þreytir próf í
greinum prófflokks C. Stúdent skal hljóta einkunnina 7 í hvorri
einstakri þessara prófgreina.
Flokkur B.
Flokkur B tekur til allt að þriggja ofannefndra prófgreina 3 til 8.
Stúdent er heimilt að þreyta próf í sérhverri þeirra greina, án þess
að hafa sagt sig til prófs samtímis í öllum öðrum greinum 3 til 8.
Séu þau próf haldin í lok yfirferðar yfir viðkomandi námsgreinar.
Stúdent skal þá hafa lokið prófi í ensku I, áður en hann skráir sig
til prófs í ensku II, og prófi í bókfærslu áður en hann skráir sig
til prófs í reikningshaldi.
Flokkur C.
Prófgreinar í fyrra hluta C eru þær ofantalinna greina 3 til 8,
sem stúdent hefur ekki tekið próf í áður. Próf í þessum greinum
skulu tekin samtímis.
Prófflokkar B og C mynda í sameiningu einn prófhluta í merk-
ingu 2. málgr. 68. gr. háskólareglugerðar.
Einkunn í prófgrein 3 hefur gildið Y> í aðaleinkunn, einkunnir í
öðrum prófgreinum hafa gildið 1.
Ekki má líða lengri tími en 6 kennslumisseri frá innritun, þar til
lokið er fyrra hluta prófi. Ef út af bregður, fer stúdent af skrá, og
undirbúningspróf falla úr gildi.
Síðara hluta próf.
Prófgreinar í síðara hluta eru þessar: