Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 173
171
1. gr.
2. tl. 51.gr. orðist svo:
Almenn málvísindi og hljóðfræði til forprófs.
II. liður 52. gr. orðist svo:
Próf í almennum málvísindum og hljóðfræði. Skyldir að taka próf
þetta eru allir þeir stúdentar í heimspekideild, er undir próf ganga
í tungumálum, einu eða fleiri. Stúdent er skylt að hafa lokið próf-
inu, áður en hann lýkur 1. stigs prófi í tungumáli, samkv. 53. gr. I.
Prófið er aðeins skriflegt. Nú hefur stúdent sagt sig til prófs, en
stenzt ekki prófið eða kemur ekki til prófs og hefur lögmæt forföll,
og er þá skylt að halda endurpróf í lok vormisseris.
2. gr.
Reglugerðarbreyting þessi öðlast þegar gildi og taka ákvæði henn-
ar einnig til þeirra stúdenta, sem þegar hafa innritazt og eiga ólok-
ið umræddum prófum.
Ákvœði til bráðabirgða.
Heimilt er stúdent að ganga undir 1. stigs próf í tungumáli í jan-
úar 1969 án þess að hafa lokið forprófi í almennum málvísindum
og hljóðfræði, enda gildir prófið ekki, nema hann standist forprófið
fyrir lok vormisseris.
AUGLÝSING nr. 94, 12. nóv. 1968
um staðfestingu forseta Islands á breytingu á reglugerð fyrir
Iláskóla tslands nr. 76 frá 17. júní 1958, með áorðnum breyt-
ingum.
Forseti íslands féllst hinn 12. nóvember 1968 á tillögu mennta-
málaráðherra um að staðfesta eftirfarandi breytingu á reglugerð
fyrir Háskóla Islands, nr. 76 frá 1958, með áorðnum breytingum:
1. gr.
Við 43.gr. 2. tölulið bætist:
Þær þrjár prófgreinir, sem greindar eru í þessum tölulið, teljast
prófhluti í merkingu þessarar reglugerðar.
2. gr.
Fyrri málsgrein 43. gr. 6. töluliðs orðist svo:
Stúdent telst ekki hafa staðizt upphafspróf, sbr. 2. tölulið, hafi