Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 177
175
Forseti íslands skipar háskólaritara, að fengnum tillögum háskóla-
ráðs. Menntamálaráðherra skipar annað starfslið, eftir því sem fé
er veitt til og að fengnum tillögum háskólaráðs, en starfslið við
stjórnun deilda ræður háskólaritari, eftir því sem f járveitingar leyfa.
6. gr.
8. gr. orðist svo:
Heimilt er að kveða nánar á í reglugerð um starfssvið og starfs-
hætti háskólaráðs, rektors og háskólaritara. Háskólaráð setur öðru
starfsliði skrifstofu erindisbréf.
7. gr.
9. gr. orðist svo:
í Háskóla íslands eru þessar deildir: guðfræðideild, læknadeild,
lagadeild, heimspekideild, verkfræði- og raunvísindadeild og við-
skiptadeild. Þegar þrír prófessorar verða skipaðir í tannlæknisfræð-
um, getur menntamálaráðherra að fengnum tillögum háskólaráðs
og læknadeildar mælt svo fyrir, að sérstök tannlæknadeild verði
stofnuð.
Við Háskólann starfa rannsóknarstofnanir samkvæmt ákvörðun
háskóladeilda og háskólaráðs og með samþykkt menntamálaráð-
herra, og skulu þær að jafnaði heyra undir háskóladeild. í reglu-
gerð eða samþykktum má m. a. kveða á um starfssvið stofnunar,
stjórn hennar og tengsl við háskóladeild og háskólaráð.
8. gr.
10. gr. orðist svo:
Kennarar Háskólans eru prófessorar, dósentar, lektorar, aðjúnkt-
ar, stundakennarar og erlendir sendikennarar.
Dósentar og lektorar skulu vera þeir einir, sem hafa kennslu og
rannsóknir við Háskólann að aðalstarfi.
Aðjúnktar eru ráðnir til tveggja ára hið skemmsta, og taka þeir
mánaðar- eða árslaun. Stundakennarar svo og styrkþegar eru ráðn-
ir til skemmri tíma og taka stundakennslulaun eða mánaðar- eða
árslaun. I hvert skipti, er nýr kennari ræðst að Háskólanum, skal
afmarka stöðu hans með starfsheiti.
í reglugerð er heimilt að mæla fyrir um starfsheiti fastráðinna
starfsmanna á rannsóknarstofnunum og öðrum háskólastofnunum.
Dósentar og lektorar, sem nú starfa við Háskólann, halda starfs-
heitum sínum.
11. gr. orðist svo:
9. gr.