Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 178
176
Forseti íslands skipar prófessora, en menntamálaráðherra dós-
enta og lektora. Eftir því sem fé er veitt til á fjárlögum, ræður
háskólaráð aðjúnkta og erlenda sendikennara, að fengnum tillögum
háskóladeildar, en háskóladeild stundakennara og styrkþega.
Umsækjendur um prófessorsembætti og dósentsstörf skulu láta
fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir
hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf.
Skipa skal hverju sinni þriggja manna nefnd til þess að dæma
um hæfi umsækjenda til að gegna embættinu eða starfinu. Háskóla-
ráð skipar einn nefndarmann, menntamálaráðherra annan, en deild
sú, sem hann á að starfa við, hinn þriðja, og er hann formaður.
í nefnd þessa má skipa þá eina, er lokið hafa háskólaprófi í hlut-
aðeigandi grein, eða eru að öðru leyti viðurkenndir sérfræðingar á
því sviði.
Dómnefnd skal láta uppi rökstutt álit um það, hvort af vísinda-
gildi rita umsækjanda og rannsókna, svo og námsferli hans og störf-
um, megi ráða, að hann sé hæfur til að gegna embættinu. Álitsgerð
nefndar skal höfð til hliðsjónar, er embættið er veitt, og má eng-
um manni veita prófessorsembætti eða dósentsstarf við Háskólann,
nema meiri hluti nefndarinnar hafi látið í ljós það álit, að hann sé
hæfur til þess. Enn fremur skal leita álits hlutaðeigandi háskóla-
deildar um umsækjendur, og eiga fulltrúar stúdenta á deildarfundi
þá ekki atkvæðisrétt.
Heimilt er að kveða svo á í reglugerð, að framangreind ákvæði
skuli gilda við skipun lektora, svo og sérfræðinga við rannsóknar-
stofnanir eða aðrar háskólastofnanir.
10. gr.
14. gr. orðist svo:
Hver háskóladeild heldur fundi eftir þörfum. Deildarforseti boð-
ar fundi, og eiga þar sæti prófessorar, fastráðnir dósentar og lekt-
orar, sbr. 8. gr. 2. mgr., svo og forstöðumenn vísindastofnana, er
lúta deildinni, og er þeim skylt að sækja fundi. Enn fremur eiga þar
sæti 2 fulltrúar stúdenta, tilnefndir af aðalfundi deildarfélags. Há-
skóladeild er heimilt að ákveða, að dósentar og lektorar, sem starfa
við Háskólann við gildistöku laga þessara, svo og aðjúnktar megi
sitja deildarfundi.
Nú er fjallað sérstaklega um kennslugreinar kennara, sem ekki
eiga sæti á deildarfundi, og skal deildarforseti þá boða þá á deildar-
fund og gefa þeim kost á að ræða það málefni, en atkvæðisrétt eiga
þeir ekki.
Heimilt er að ákveða í reglugerð, að deild sé skipt í skorir (sek-