Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Qupperneq 180
178
skrásetningu stúdenta, og eru þá þeir einir taldir stúdentar skólans,
er hafa skráð sig til náms.
17. gr.
26. gr. orðist svo:
Afskipti Háskólans af háskólastúdent hætta, er stúdent lýkur
fullnaðarprófi í grein sinni eða prófi, er sérstakur lærdómstitill er
við tengdur, enda haldi hann ekki áfram óslitið námi í grein sinni
til æðri prófstiga. Nú tilkynnir stúdent, að hann sé hættur námi við
Háskólann, og skal þá má nafn hans af stúdentatali skólans. Nú er
mælt fyrir um, að stúdentar skuli skrá sig til náms hvert háskólaár,
sem þeir stunda nám við skólann, og falla þeir þá niður af stúdenta-
tali, ef þeir láta ekki skrá sig til náms. Þá skal má nafn stúdents
af stúdentatali skólans, hafi hann ekki stundaö nám við Háskólann
í tvö kennslumisseri samfleytt, eftir því sem þær kröfur um náms-
ástundun eru greindar í reglugerð fyrir skólann í heild eða einstak-
ar námsgreinir. Nú hefur stúdent gert háskóladeild sinni viðhlítandi
grein fyrir fjarvistum, og skal þá ekki má nafn hans af stúdenta-
skrá, þótt hann sæki ekki Háskólann allt að fjögur misseri, enda
skrái hann sig í árlegri skráningu.
18. gr.
Við 27. gr. bætast svofelld ákvæði, er verði 2., 3. og 4. málsgreinar:
Heimilt er í reglugerð að kveða á um hámarkstímalengd í námi
eða einstökum hlutum þess og um afleiðingar, ef þeim ákvæðum er
ekki fullnægt.
Nú stenzt stúdent ekki próf, gengur frá því, eftir að hann hefur
byrjað próf, eða kemur ekki til prófs og hefur ekki boðað forföll,
og er honum þá heimilt að þreyta prófið að nýju innan árs. Háskóla-
deild getur þó veitt undanþágu frá ákvæðum þessarar málsgreinar,
ef sérstaklega stendur á.
í reglugerð má mæla fyrir um rétt manna, ‘sem staðizt hafa próf,
til að endurtaka prófið.
19. gr.
29.gr. 1. málsgr. síðasti málsliður orðist svo:
Við meistarapróf dæma þó kennarar hlutaðeigandi deildar einir.
20. gr.
29. gr. 3. málsgr. orðist svo:
Þegar svo stendur á sem í næstu málsgrein segir, getur viðkom-
andi deild mælt svo fyrir, að prófdómandi utan Háskólans dæmi