Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 182
180
gildistöku laga þessara, einn frá hverri deild, skulu eiga kost á að
taka þátt í rektorskjöri í maí 1969. Ef um fleiri fulltrúa en einn
er að ræða, ákveður stjórn deildarfélags, hvaða fulltrúi skuli hafa
atkvæðisrétt við rektorskjör í maí 1969.
LÖG nr. 51, 19. maí 1969
nm breytingu á löguni nr. 60/1957, um Háskóla Islands.
1. gr.
Á eftir 37.gr. laganna komi ný málsgrein, svofelld:
Stofna skal við Háskóla íslands prófessorsembætti í ættfræði,
sem tengt sé við nafn Einars Bjarnasonar, ríkisendurskoðanda. Pró-
fessorinn skal taka við störfum æviskrárritara samkv. lögum nr. 30
24. marz 1956, eftir því sem nánar verður fyrir mælt af menntamála-
ráðuneytinu, að fenginni umsögn háskólaráðs. Hann flytur fyrir-
lestra við háskólann og hefur þar á hendi kennslu samkv. því, er
háskólaráð ákveður, sbr. 18. gr. laga nr. 60/1957. Prófessorinn á
sæti í lagadeild. Ákvæði 13. gr. laga nr. 38 14. apríl 1954, um aldurs-
hámark starfsmanna ríkisins, eiga við embætti þetta.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
LÖG nr. 25, 23. apríl 1969
um bre.ytingu á lögum nr. 86 31. des. 1963,
um stofnun bappdrætlis fyrir Island.
1. gr.
a-liður 1. gr. orðist svo:Hlutatalan má ekki fara fram úr 65000,
er skiptist í 12 flokka á ári hverju, og skal dráttur fara fram fyrir
einn flokk í mánuði hverjum, dráttur fyrsta flokks í janúarmánuði
og tólfta flokks í desembermánuði. Enn fremur er heimilt að gefa út
B-flokk hlutamiða, svo og nýjan flokk, C-flokk, sem báðir séu tengd-
ir við þau númer, sem heimilt er að gefa út samkvæmt ákvæðum
þessa stafliðs.
2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.