Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Side 183
181
LÖG nr. 27, 2. maí 1969
um llandritastofnun íslands.
1. gr.
Tilgangur Handritastofnunar íslands er að vinna að aukinni þekk-
ingu á máli, bókmenntum og sögu íslenzku þjóðarinnar fyrr og síð-
ar. Þetta geri stofnunin með öflun og varðveizlu gagna um þessi efni,
rannsóknum á heimildum um þau, útgáfu handrita og fræðirita og
með hverju öðru, sem stutt getur að þessu markmiði.
2. gr.
Stjórn stofnunarinnar sé falin nefnd manna, sem í séu þrír pró-
fessorar við Háskóla íslands, kosnir af háskólaráði til fjögurra ára
í senn, landsbókavörður, þjóðskjalavörður, þjóðminjavörður og for-
stöðumaður stofnunarinnar. Menntamálaráðuneytið skipar einhvern
þeirra formann stjórnarnefndarinnar. Nefndarstörfin séu ólaunuð.
3. gr.
Ileimilt er að skipta stofnuninni í deildir eftir fræðigreinum.
Kjarni stofnunarinnar sé sú deild, sem annast útgáfu handrita eða
rita eftir handritum, svo og rannsóknir á þeim. Stofnunin hefur tek-
ið við starfi handritaútgáfunefndar háskólans.
4. gr.
Rekstur stofnunarinnar annist sérstakur forstöðumaður. Sé hann
jafnframt prófessor í heimspekideild með takmarkaðri kennsluskyldu,
og leiðbeini hann þeim nemendum, er taka hjá honum ritgerðarefni
til lokaprófs. Um skipun hans í starfið fer eftir sömu reglum og um
aðra prófessora.
Til aððstoðar honum séu sérfræðingar, sem hafi fullt og fast starf
við stofnunina, eftir því sem fé er veitt í fjárlögum. Þeir skulu settir
eða skipaðir af ráðuneytinu.
Auk þess starfi við stofnunina styrkþegar, sem ráðnir séu til náms
og starfa um skamman tíma í senn. Heimilt er og að ráða nauðsyn-
legt starfslið til vélritunar, ljósmyndunar og skrifstofustarfa.
Starfsmenn stofnunarinnar láti í té kennslu við háskólann í lestri
handrita, fornskriftarfræði, útgáfutækni og öðrum þeim greinum,
sem þeir eru sérfróðir um.
5. gr.
Menntamálaráðuneytið getur sett í reglugerð nánari ákvæði um
starfsemi stofnunarinnar, ef þurfa þykir, þ. á m. um skipting henn-
ar í deildir.