Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Qupperneq 186
184
ritað, hefur enn ekki fengizt fullnaðarsvar frá ríkisstjórninni um
viðbótarframlag af rikisfé. Stúdentaráð hefur sent frá sér greinar-
gerð um nauðsyn þessa máls til háskólaráðs, stjórnar Félagsstofn-
unar, ríkisstjórnar og allra alþingismanna. í byggingarnefnd stúd-
entaheimilisins tók Jóhann Heiðar Jóhannsson, stud. med., við af
Leifi Benediktssyni, stud. polyt., á starfsárinu.
Garöamál.
Erfiðlega hefur gengið aö fá um það fullnaðarsvar frá réttum að-
ilum, hvort eða hvar stúdentabyggð fái inni á háskólalóðinni. Félags-
stofnun stúdenta hefur skipað nefnd til að undirbúa og kanna þetta
garðamál allt, og hefur Allan V. Magnússon átt sæti í þeirri nefnd
sem fulltrúi Stúdentaráðs.
Rekslur félagslegra fyrirtœkja.
Félagsstofnun stúdenta hefur nú tekið við rekstri hótels, garða,
kaffistofu, mötuneytis, bóksölu, ferðaþjónustu o. þ. u. 1.
Ýmsar nefndir og ráö.
Til viðbótar við þá fulltrúa, sem Stúdentaráð hefur skipað í ráð
og nefndir, sem þegar hefur verið getið um, má helzt telja þetta:
Háskólaráð: Úlfar Guðmundsson, stud. theol.
Stjórn Lánasjóðs ísl. námsmanna: Úlfar Guðmundsson, stud. theol.
Stjórn íþróttahúss: Guðjón Magnússon, stud. med.
Byggingarnefnd kennsluhúss: Helgi Bjarnason, stud. polyt.
Heilbrigðisþjónustunefnd: Pétur Lúðvíksson, stud. med.
Bókasafnsnefnd: Jón Kristjánsson, stud. jur.
Útvarpskynningarnefnd á vegum ÆSÍ: Jón Friðjónsson, stud. phil.
Háskólanefnd: Höskuldur Þráinsson, stud. phil.
Seta á fundum í laganefnd háskólaráðs: Högni Óskarsson, stud.
med.
Ráöstefnur.
Stúdentaráð hefur að venju sent fulltrúa á ýmsar ráðstefnur er-
lendis, og eru þessar helztar:
Norrœn formannaráöstefna t Fœreyjum í júní 1968.
Fulltrúar: Höskuldur Þráinsson og Guðjón Magnússon.
Framsaga um: Prófessorakannanir og Barnaheimilismál.
Ráöstefna í Vín um lánamál í ágúst 1968 á vegum ISC.
Fulltrúi: Úlfar Guðmundsson.
Ráöstefna í Uppsölum um þátttöku stúdenta í stjórn háskóla
um mánaðamót sept.—okt. 1968.