Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 187
185
Haldin á vegum norrænu menningarmálanefndarinnar.
Fulltrúi: Höskuldur Þráinsson.
Norræn formannaráðstefna í Helsinki
um mánaðamót nóv.—des. 1968.
Fulltrúar: Höskuldur Þráinsson og Gunnar Benediktsson (við nám
í Svíþjóð).
Framsaga um: Jöfnunarsjóð v. formannaráðstefna, Störf kennslu-
stjóra, Námsnefndir, þátttöku stúdenta í rektorskjöri.
Auk þess hafa íslenzkir stúdentar erlendis sótt ýmis þing og ráð-
stefnur fyrir S.H.Í.
Samstarf við SÍSE.
S.I. sumar (1968) setti stjórnarnefnd samstarfs SHÍ og SÍSE fram
hugmyndir um fastara form þess samstarfs. í nefndinni sátu þá
Guðjón Magnússon, form., Björn Bjarnason, fv. form. SHÍ, og Þor-
valdur Búason, fv. form. SlSE. SHÍ fjallaði um málið og setti í það
sérstaka nefnd. í þeirri nefnd sátu Páll Jensson, form., Ármann heit-
inn Sveinsson og Júlíus Sæberg Ólafsson. Nefndin samdi á grundvelli
framkominna tillagna uppkast að samningi milli SHÍ og SÍSE um
samstarfið, sem síðar var samþykkt af SHÍ og SÍSE. Samkv. þeim
samningi sitja 4 fulltrúar frá SÍSE í Stúdentaráði, 1 1 stjórn og 1 í
hverri hinna þriggja fastanefnda. Þannig skipað telst SHÍ „National
Union of Icelandic Students". I vetur hefur Guðfinna Ragnarsdóttir,
form. SÍSE, setið í stjórn SHÍ, Hilmar Ólafsson í hagsmunanefnd,
Leó Kristjánsson í menntamálanefnd og Þorvaldur Búason í utan-
ríkisnefnd sem fulltrúar SÍSE í Stúdentaráði.
Stúdentáþing.
SHÍ og SÍSE efndu á s.l. ári til stúdentaþings í annað sinn. Aðal-
efni þingsins var menntamál. Höfðu nokkrir stúdentar framsögu um
einstök efni og auk þeirra próf. Magnús Magnússon. Samstarfsnefnd
SHÍ og SÍSE um menntamál sá um faglegan undirbúning þingsins.
Form. þeirrar nefndar var s. hl. starfsárs Elín Ólafsdóttir frá SÍSE.
Auk hennar sat í nefndinni Högni Óskarsson frá SIIÍ og áður Gylfi
Knudsen, stud. jur. og Edda Björnsdóttir, stud. med. — Ályktanir
þingsins voru sendar fjölmiðlum og stjórnvöldum, en auk þess gefn-
ar út í bæklingi, er fylgdi Vettvangi SÍSE og SHÍ.
Vettvangur SÍSE og SHÍ.
Samkv. áliti nefndar, er í áttu sæti Gylfi ísaksson frá SÍSE og
Gylfi Knudsen og Högni Óskarsson frá SHÍ, var á s.l. hausti hafin
útgáfa sameiginlegs blaðs SÍSE og SHÍ, er hlaut nafnið Vettvangur