Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Síða 188
186
SÍSE og SHÍ. í ritstjórn völdust Brynjúlfur Sæmundsson, stud. mag.,
ritstjóri, og auk hans Ásdís Egilsdóttir, stud. phil. og Ólafur Grímur
Björnsson, stud. med. frá SHÍ, en Guðlaugur Tr. Karlsson og síðar
Gylfi ísaksson frá SÍSE. Síðar lét Brynjúlfur af störfum ritstjóra
eftir útg. 3. tbl., en við tók Ólafur Grímur Björnsson.
Námskynningar.
Námskynningar fóru fram með samvinnu SHÍ og SÍSE s.l. haust
á svipaðan hátt og undanfarin ár. í námskynningarnefnd sátu Allan
V. Magnússon og Einar Ragnarsson frá SHÍ og Leó Kristjánsson
frá SÍSE.
Ú tgáfustarfsemi.
Upplýsingabæklingurinn Vituö ér enn ...? kom út s.l. haust, og
höfðu Jón Hilmar Jónsson og Höskuldur Þráinsson að mestu annazt
undirbúning þeirrar útgáfu f. h. SHÍ, en háskólaráð veitti styrk úr
Prófgjaldasjóði. — Stúdentahandbók kom út í haust. Til hennar var
ráðinn sérstakur ritstjóri á launum, Sigurður Pálsson. — Utanríkis-
nefnd gaf út kynningarbœkling um ISC og IUS. Tóku Júlíus Sæberg
Ólafsson og Benedikt Guðbjartsson saman greinarnar um samtökin.
— Gefinn var út bæklingur um námstækni, þýddur úr ensku. Mennta-
málanefnd átti frumkvæðið að útgáfunni, en Höskuldur Þráinsson
og Jón Hilmar Jónsson sáu um þýðingu og undirbúning útgáfu. Há-
skólaráð og menntamálaráðuneyti styrktu útgáfuna rausnarlega.
Aukin þátttaka stúdenta í stjórn H.t.
í desemberbyrjun sendi Stúdentaráð háskólaráði fullmótaðar til-
lögur um aukna þátttöku stúdenta í stjórn Háskólans, en þær tillög-
ur voru að mestu byggðar á ályktunum stúdentaþings um þetta efni.
í tillögunum var gert ráð fyrir, að stúdentar fengju 2 fltr. með full-
um réttindum á deildarfundum og í háskólaráði og auk þess áhrif á
rektorskjör, er næmu 25% atkvæðamagns. Háskólaráð féllst strax
á fyrra atriðið, en velti tillögunum um rektorskjörið lengi fyrir sér.
Kom svo að lokum, að stúdentar almennt urðu óþolinmóðir og
óformleg samtök stúdenta boðuðu til mótmælasetu framan við skrif-
stofu rektors til að mótmæla þeim drætti, er orðið hafði á afgreiðsl-
unni. Háskólaráð féllst loks á það meginsjónarmið, að stúdentar
ættu rétt á einhverri þátttöku í rektorskjöri. Skyldu 10 kjörmenn
stúdenta taka þátt í rektorskosningum. Um nánari ákv. vísast til
laga, er samþykkt voru um Háskólann vorið 1969. Þessi kjörmanna-
tala jafngilti nál. 16% atkvæðamagns, en ekki 25%, eins og gert
var ráð fyrir í tillögum Stúdentaráðs.