Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1969, Page 189
187
Námsnefndir.
Stúdentaþing 1968 ályktaði, að stofna skyldi sérstakar náms-
nefndir við hverja deild Háskólans. Skyldu 4—6 menn sitja í hverri
námsnefnd, jafnmargir stúdentar og kennarar. Um sama leyti fluttu
prófessorarnir Magnús Már Lárusson og Bjarni Guðnason tillögu í
háskólaráði svipaðs efnis. Háskólaráð staðfesti síðan ákveðinn ramma
um starf þessara nefnda, og hafa þær nú tekið til starfa í öllum
deildum.
Haustpróf og kennslufrœöinámskeiö.
Háskólaráði voru sendar tillögur um haustpróf í öllum deildum.
Ráðið samþykkti, að deildir skyldu haga því máli að vild sinni.
Háskólaráði var einnig sent bréf með tillögum um kennslufræði-
námskeið fyrir kennara Háskólans og bent á prófessorinn í upp-
eldisfræðum sem upplagðan leiðbeinanda. Hann tók málinu fjarri
og féll það niður við svo búið.
Breyttir og bœttir kennsluhœttir.
Háskólarektor boðaði að beiðni Stúdentaráðs til sérstaks fundar
um efnið „Breyttir og bættir kennsluhættir". Fundinn sátu auk rekt-
ors menntamálanefnd Stúdentaráðs, stjórnarmenn úr Stúdentaráði,
nokkrir gestir og 1 kennari úr hverri deild Háskólans.
Prófessorakönnun.
„Könnun á mati stúdenta á kennsluháttum prófessora" fór fram
í öllum deildum, nema heimspekideild, en þar fór hún fram á fyrra
ári. Fulltrúum úr menntamálanefnd og frá viðkomandi deildarfélagi
var falið að ræða niðurstöðurnar við viðkomandi prófessora, en að
þessu sinni skyldu aðeins birtar heildarniðurstöður í Vettvangi,
nema deildarfélag óskaði annars.
Skoöana- og hátterniskönnun stúdenta.
Þessi könnun hefur verið á döfinni á 3ja ár og fór loks fram í
vetur. Dr. Björn Björnsson og Frederik Bredahl-Petersen (dansk-
amerískur félagsfræðingur) endurskoðuðu uppkast SHÍ að spum-
ingalista. Háskólaráð greiðir kostnað við könnunina, en mennta-
málanefnd Stúdentaráðs sá um framkvæmdina. Páll Jensson, form.
menntamálanefndar, og Oddur Benediktsson, starfsm. Reiknistofn-
unar, höfðu umsjón með vélavinnu, en dr. Björn Björnsson mun
sjá um útgáfu heildarniðurstaðna.